GSG: Myndsería og úrslit – Óskar Bjarni og Sigurður sigruðu í Sandgerði í dag
Það var frábært að spila golf í Sandgerði í dag. Þótt skýjað hafi verið og völlurinn mjög blautur, þá er samt æðislegt að geta spilað golf á Íslandi um miðjan febrúar. Jafnvel kanínurnar nutu veðurblíðunnar og hoppuðu úti á Kirkjubólsvelli innan um kylfingana. Hér má sjá: MYNDASERÍU FRÁ 1. FEBRÚARMÓTI GSG 2012
Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og voru verðlaun veitt fyrir 3 efstu sæti og 1 verðlaun í höggleik. án forgjafar. Í punktakeppninni sigraði Sigurður Kristjánsson, GSG; var á 36 punktum.
Í höggleiknum sigraði Óskar Bjarni Ingason, GR, var á 76 höggum.
Margt frábært gerðist á Kirkjubólsvelli í dag, en auk ofangreindra verðlauna voru veitt nándarverðlaun þeim, sem var næstur holu á par-3, 2. brautinni. Jón Gunnar Gunnarsson, GK, gerði sér lítið fyrir og krækti sér í nándarverðlaunin með stæl, fékk ás á 2. braut!
En það voru fleiri afrek unninn á Kirkjubólsvelli. Sigríður Erlingsdóttir, GSG, sem er nýsest í stjórn Golfklúbbs Sandgerðis sýndi snilldartakta á 13. braut þegar hún fékk örn!
Svangir og kaldir kylfingar fengu síðan heita sveppasúpu, auk þess sem boðið var upp á nammilega síldarrétti að hætti Golfklúbbs Sandgerðis.
Þess mætti geta að GSG ætlar að halda annað mót næsta sunnudag og hefir þegar verið opnað fyrir skráningu á því. Hægt er að skrá sig á golf.is eða með því að smella hér: 2. FEBRÚARMÓT GSG 2012
Hér má svo sjá helstu úrslit.
Höggleikur án forgjafar:
1 | Óskar Bjarni Ingason | GR | 1 | F | 40 | 36 | 76 | 4 | 76 | 76 | 4 |
2 | Eyþór Ágúst Kristjánsson | GOB | 2 | F | 40 | 39 | 79 | 7 | 79 | 79 | 7 |
3 | Einar Haukur Óskarsson | GOB | -1 | F | 39 | 40 | 79 | 7 | 79 | 79 | 7 |
4 | Karl Hólm | GSG | 3 | F | 38 | 41 | 79 | 7 | 79 | 79 | 7 |
5 | Einar Heiðarsson | GSG | 8 | F | 41 | 40 | 81 | 9 | 81 | 81 | 9 |
6 | Tumi Hrafn Kúld | GA | 2 | F | 41 | 41 | 82 | 10 | 82 | 82 | 10 |
7 | Hans Guðmundsson | GO | 8 | F | 42 | 41 | 83 | 11 | 83 | 83 | 11 |
8 | Daníel Einarsson | GSG | 8 | F | 42 | 42 | 84 | 12 | 84 | 84 | 12 |
9 | Óttar Helgi Einarsson | GKG | 5 | F | 42 | 43 | 85 | 13 | 85 | 85 | 13 |
10 | Rafn Halldórsson | GK | 13 | F | 42 | 43 | 85 | 13 | 85 | 85 | 13 |
Punktakeppni:
1 | Sigurður Kristjánsson | GSG | 20 | F | 16 | 20 | 36 | 36 | 36 |
2 | Rafn Halldórsson | GK | 13 | F | 17 | 19 | 36 | 36 | 36 |
3 | Hörður Vilhjálmur Sigmarsson | GK | 13 | F | 17 | 19 | 36 | 36 | 36 |
4 | Einar Heiðarsson | GSG | 8 | F | 16 | 19 | 35 | 35 | 35 |
5 | Sigríður Erlingsdóttir | GSG | 20 | F | 17 | 18 | 35 | 35 | 35 |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024