Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2012 | 09:00

GSG: Síldarhlaðborð og golf á Gamlársdag

Margrómað árlegt síldarhlaðborð verður á Gamlársdag í golfskálanum á Kirkjubólsvelli í Sandgerði og hefst kl 11:30.

Boðið verður uppá síld, grafinn lax og fleira nammilegt að hætti Guðmundar Einarssonar & co.

Þátttökugjald er lágt aðeins 1000. kr fyrir herlegheitin og innifalið er meiraaðsegja öl !!!

Allir velkomnir!!!

Ef veður leyfir þá verður reynt að spila golf.