Þór Ríkharðsson
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 22:05

GSG: Þór Ríkharðsson á besta skorinu í 30 ára afmælismóti GSG!

Í dag fór fram 30 ára afmælismót Golfklúbbs Sandgerðis, en um 70 manns tóku þátt og 67 luku leik, þar af 8 kvenkylfingar.

Á besta skori dagsins var heimamaðurinn Þór Ríkharðsson, en hann lék Kirkjubólsvöll á 1 undir pari, 71 höggi.

Þór fékk 1 örn (á par-5 3. holuna) og auk þess 3 fugla, 10 pör og 4 skolla.

Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir 4 efstu sætin í punktakeppninni, en í þeim sætum voru eftirfarandi:

1 Benedikt Gunnarsson, GSG, 38 punktar (22 16).

2 Halldór Einarsson, GSG, 37 punktar (17 20).

3 Magnús Sigfús Magnússon, GSG, 37 punktar (17 20).

4 Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 36 punktar (16 20).

Heimamenn röðuðu sér sem sagt í öll efstu sætin!

Nándarverðlaun:

Á 2. braut: Viggó Valdemar Sigurðsson, GO, 3,62 m.

Á 15.braut: Finnbogi Einar Steinarsson, GR, 69 cm.

Golf 1 var í afmælismótinu og munu nokkrar myndir úr mótinu birtast síðar.

Sjá má öll úrslit úr afmælismóti GSG með því að SMELLA HÉR: