Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2011 | 07:01

GSG: Úrslit í Vetrarmóti nr. 1

Nú á sunnudaginn fór fram á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga 1. mótið í Vetrarmótaröð GSG.  Það voru 43 skráðir til leiks og luku 39 keppni, þar af 2 konur. Alltaf er jafngaman að koma í Sandgerði og nýbakaðar vöfflur eða súpa voru innifalin í mótsgjöldum, sem var vel þegið eftir heldur kaldan og vindasaman hring.  Úrslit urðu eftirfarandi:

Grímur Þórisson, GÓ, á 1. vetrarmóti GSG 16. október 2011.

Höggleikur:

1. sæti Örn Ævar Hjartarson, GS, 72 högg

2. sæti Þór Ríkharðsson, GSG, 75 högg

3. sæti Hafþór Barði Birgisson, GSG, 77 högg

Hinrik Hinriksson, GA, í 1. vetrarmóti GSG - 16. október 2011.

Punktakeppni:

1. sæti Þór Ríkharðsson, GSG, 34 pkt.

2. sæti Hafþór Barði Birgisson, GSG, 34 pkt.

3. sæti Örn Ævar Hjartarson, GS, 32 pkt.

4. sæti Hafþór Kristjánsson, GK, 32 pkt.

5. sæti Þorsteinn Grétar Einarsson, GSG, 31 pkt.

6. sæti Daníel Einarsson, GSG, 31 pkt.

7. sæti Benedikt Gunnarsson, GSG, 31 pkt.

8. sæti Gunnar Jóhann Guðbjörnsson, GSG, 31 pkt.

9. sæti Valur Þór Guðjónsson, GSG, 31 pkt.

Þátttakandi í 1. vetrarmóti 2011.