GSÍ fær kr. 27,4 milljónir úr Afrekssjóði ÍSÍ
Golfsamband Íslands (GSÍ) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018.
Heildarstyrkveiting sjóðsins til GSÍ vegna verkefna ársins er 27.400.000 kr. en til samanburðar þá hlutu verkefni GSÍ árið 2017 styrk að upphæð 14.850.000 kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ.
Mikill vöxtur hefur verið í afreksstarfi GSÍ á undanförnum árum og hefur árangur einstaklinga og hópa verið framúrskarandi. GSÍ hefur verið að efla umhverfi afreksíþróttafólksins með mælingum á afrekskylfingum og stuðning í tengslum við mót sem og í undirbúningi viðburða.
Tveir keppendur tóku þátt í Ólympíuleikum ungmenna á árinu og sigur í liðakeppni á Evrópumeistaramótinu í Glasgow á árinu er án efa einn af hápunktum ársins.
Fjölmargir kylfingar hafa verið að keppa á alþjóðlegum mótum á árinu og margir þeirra tekið þátt í sterkustu mótaröðum í heiminum.
Það voru þau Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ og Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd GSÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.
Á mynd í aðalfréttaglugga f.v.: Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.
Mynd og texti: Golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024