Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2024 | 08:00

GSÍ mótaröðin 2024: Í Hvaleyrarbikarnum ræðst hver verða stigameistarar

Hvaleyrarbikarinn 2024 fer fram um næstu helgi hjá Golfklúbbnum Keili og er mótið lokamótið á GSÍ mótaröðinni á þessu tímabili. Hvaleyrarbikarinn hefst föstudaginn 9. ágúst og lokakeppnisdagurinn er sunnudagurinn 11. ágúst. Leiknar verða 54 holur á þremur keppnisdögum.

Fyrst var keppt um stigameistaratitla í kvenna – og karlaflokki á Íslandi árið 1989.

Ragnhildur Sigurðardóttir er með flesta stigameistaratitla í kvennaflokki eða alls 9. Í karlaflokki eru Keilismennirnir Axel Bósson og Björgvin Sigurbergsson með flesta titla, en þeir hafa fagnað þessum titli fjórum sinnum hvor um sig.

Staðan á GSÍ stigamótaröðinni 2024 í karlaflokki:

Alls eru 104 leikmenn með stig í karlaflokki á þessu tímabili á GSÍ mótaröðinni. Íslandsmeistarinn í golfi 2024, Aron Snær Júlíusson, GKG, er efstur með 2.196 stig. Aron Snær varð stigameistari í fyrsta sinn á ferlinum árið 2021. Aron Emil Gunnarsson, GOS, er í öðru sæti með 1.578 stig. Logi Sigurðsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2023, er í þriðja sæti með 1.507 stig. Logi varð stigameistari árið 2023.

Staðan á GSÍ stigamótaröðinni 2023 í kvennflokki:

Alls eru 55 leikmenn með stig í kvennaflokki á þessu tímabili á GSÍ mótaröðinni. Fjórar efstu á stigalistanum í kvennaflokki eru ekki á meðal keppenda á lokamótinu. Eva Kristinsdóttir, GM, Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS og Elsa Maren Steinarsdótir, GK, eiga góða möguleika á að koma sér í efsta sætið með góðum árangri í Hvaleyrarbikarnum.

Stigameistarar í kvennaflokki frá upphafi:

Ár Nafn Fjöldi
1989 Karen Sævarsdóttir 1
1990 Ragnhildur Sigurðardóttir 1
1991 Ragnhildur Sigurðardóttir 2
1992 Karen Sævarsdóttir 2
1993 Ólöf M. Jónsdóttir 1
1994 Ólöf M. Jónsdóttir 2
1995 Ólöf M. Jónsdóttir 3
1996 Ólöf M. Jónsdóttir 4
1997 Ólöf M. Jónsdóttir 5
1998 Ólöf M. Jónsdóttir 6
1999 Ragnhildur Sigurðardóttir 3
2000 Herborg Arnarsdóttir 1
2001 Ragnhildur Sigurðardóttir 4
2002 Herborg Arnarsdóttir 2
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir 5
2004 Ragnhildur Sigurðardóttir 6
2005 Ragnhildur Sigurðardóttir 7
2006 Ragnhildur Sigurðardóttir 8
2007 Nína Björk Geirsdóttir 1
2008 Ragnhildur Sigurðardóttir 9
2009 Signý Arnórsdóttir 1
2010 Valdís Þóra Jónsdóttir 1
2011 Signý Arnórsdóttir 2
2012 Signý Arnórsdóttir 3
2013 Signý Arnórsdóttir 4
2014 Karen Guðnadóttir 1
2015 Tinna Jóhannsdóttir 1
2016 Ragnhildur Kristinsdóttir 1
2017 Berglind Björnsdóttir 1
2018 Guðrún Brá Björgvinsdóttir 1
2019 Ragnhildur Kristinsdóttir 2
2020 Guðrún Brá Björgvinsdóttir 2
2021 Ragnhildur Kristinsdóttir 3
2022 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 1
2023 Perla Sól Sigurbrandsdóttir 1

Stigameistarar í karlaflokki frá upphafi:

Ár Nafn Fjöldi
1989 Sigurjón Arnarsson 1
1990 Úlfar Jónsson 1
1991 Ragnar Ólafsson 1
1992 Úlfar Jónsson 2
1993 Þorsteinn Hallgrímsson 1
1994 Sigurpáll G. Sveinsson 1
1995 Björgvin Sigurbergsson 1
1996 Birgir L. Hafþórsson 1
1997 Björgvin Sigurbergsson 2
1998 Björgvin Sigurbergsson 3
1999 Örn Ævar Hjartarson 1
2000 Björgvin Sigurbergsson 4
2001 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 1
2002 Sigurpáll G. Sveinsson 2
2003 Heiðar Davíð Bragason 1
2004 Birgir Leifur Hafþórsson 2
2005 Heiðar Davíð Bragason 2
2006 Ólafur Már Sigurðsson 1
2007 Haraldur H. Heimisson 1
2008 Hlynur Geir Hjartarson 1
2009 Alfreð Brynjar Kristinsson 1
2010 Hlynur Geir Hjartason 2
2011 Stefán Már Stefánsson 1
2012 Hlynur Geir Hjartason 3
2013 Rúnar Arnórsson 1
2014 Kristján Þór Einarsson 1
2015 Axel Bóasson 1
2016 Axel Bóasson 2
2017 Vikar Jónasson 1
2018 Axel Bóasson 3
2019 Dagbjartur Sigurbrandsson 1
2020 Axel Bóasson 4
2021 Aron Snær Júlíusson 1
2022 Kristján Þór Einarsson 2
2023 Logi Sigurðsson 1
Mynd og texti: GSÍ