Horft að Hellishólum af 1. flöt Þverárvallar. F.v.: Björn Pálsson, GÞH, sigurvegari punktakeppni Páskamóts Hellishóla 2012 (t.v.), Rúnar Garðarsson, GOB, (f.m) og Ólafur Jakob Lúðvíksson, GÞH, sigurvegari Páskamóts Hellishóla 2011. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2014 | 05:45

GÞH: Gott golfveður á Hellishólum!

Í fréttatilkynningu frá Hellishólum segir eftirfarandi:

„Í dag er frábært veður hér á Hellishólum og golfvöllurinn eins og á góðum sumardegi.

Opið inn á sumargrín og verið hjartanlega velkomin í nafla alheims = Hellishóla.“

Nú er bara að drífa sig að Hvolsvelli og taka hring á frábærum 18 holu Þverárvellinum að Hellishólum!