Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2020 | 23:00

Guðrún Brá íþróttakona Hafnarfjarðar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili var í kvöld valin íþróttakona Hafnarfjarðar 2020. Athöfnin fór fram í Bungalowinu og var streymt á netinu. Athöfnin var í mýflugumynd, eins og svo margt annað í ár, vegna Covid19.   Við sömu athöfn var Anton Sveinn McKee  úr Sundfélagi Hafnarfjarðar valinn íþróttakarl Hafnarfjarðar.

Guðrún Brá varð á árinu 4. íslenski kvenkylfingurinn til þess að öðlast fullan þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET), bestu kvengolfmótaraðar Evrópu.

Það er frábært afrek hjá Guðrúnu Brá, sem er atvinnukona í sinni íþrótt og ein fremsta golfkona Íslands. Guðrún Brá er með fullan þátttökurétt 2021 á LET, vegna þess að meirihluti mótahalds mótaraðarinnar fór úr skorðum í ár vegna Covid.

Guðrún Brá er jafnframt Íslandsmeistari kvenna í golfi 2020, þriðja árið í röð og stigameistari GSÍ 2. árið í röð.

Eftirfarandi voru tilnefnd til heiðurstitilsins íþróttakonu og -karls Hafnarfjarðar 2020:

Anton Sveinn McKee, SH – sund
Axel Bóasson, Keilir – golf
Britney Cots, FH – handknattleikur
Erla Björg Hafsteinsdóttir, BH – borðtennis
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir – golf
Heiða Karen Fylkisdóttir, AÍH – akstursíþróttir
Hilmar Örn Jónsson, FH – frjálsíþróttir
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH – sund
Kári Jónsson, Haukar – körfuboltaleikur
Nicoló Barbizi, DÍH – dans
Róbert Ingi Huldarsson, BH – borðtennis
Róbert Ísak Jónsson, Fjörður – sund
Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH – dans
Sól Kristínardóttir Mixa, BH – borðtennis
Steven Lennon, FH – knattspyrna
Tanya Jóhannsdóttir, Fjörður – sund
Valur Jóhann Vífilsson, KK – akstursíþróttir
Vikar Karl Sigurjónsson, AÍH – akstursíþróttir
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar – körfuboltaleikur
Þórdís Eva Steinsdóttir, FH – frjálsíþróttir

Aðalmyndagluggi: Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Guðni Gíslason hjá Fjarðarpóstinum.