Hæfileikar eru ofmetnir
Ég var að horfa á Golf Channel nú nýverið og horfði á einn besta golfkennara í Flórída, Martin Hall, sem nú er með sinn eiginn golfkennsluþátt á GC mæla með bók eftir Geoff Colvin sem upp á íslensku heitir „Hæfileikar eru ofmetnir“ eða á frummálinu „Talent is Overrated.“ (Nokkuð skondið því ef ferilsskrá Martin Hall hjá Ibis Golf klúbbnum í Flórída er lesin (SMELLIÐ HÉR:) þá hefst hún á orðunum: „Martin er maður margra fágætra hæfileika“ eða upp á ensku „Martin Hall is a man of many rare talents.“) Hvernig er það er Hall ofmetinn? Nei, hér er nú komið aðeins of langt í útúrsnúningnum.
Hvað sem öðru leið, bókin vakti forvitni. Hún gengur út á þá kenningu Colvin að fólk sé ekki fætt með náttúrulega hæfileika eða hæfni sem gerir það framúrskarandi í lífinu. Hann heldur því fram að allir geti náð heims klassa árangri með „æfingum af ásetningi“ (ens.: deliberate practice) – og það á hvaða sviði lífsins sem er; viðskiptum, tónlist, íþróttum o.s.frv.
Colvin telur t.a.m. að Tiger og Mozart séu engin undrabörn. Hann heldur því fram að hvaða barn sem er, sem hefði átt Earl Woods eða Leopold Mozart sem föður hefði orðið á heimsklassa á sínu sviði. Hvorki Earl né Tiger hafa haldið því fram að Tiger hafi fæðst með sérstaka hæfileika til að spila golf. Tiger Woods sjálfur sagði eitt sinn „Golf í mínum augum var bara tilraun til að herma eftir þeirra manneskju sem ég leit meira upp til en nokkurrar annarrar… pabba.“ Aðspurðir hvað hefði orðið til þess að Tiger náði árangri þá var svar Earl og Tiger alltaf það sama: Miklar æfingar!!!
Lykilinn að árangri telur Colvin vera að æfa með þeim ásetningi að verða betri, en það krefjist endurtekningar, sé krefjandi andlega og ekki skemmtilegt!
Á einum stað segir Colvin „Það virðist e.t.v. niðurdrepandi að það mikilvægasta til að bæta árangur sé ekki skemmtilegt en það er hægt að hugga sig við þessa staðreynd: Það verður að vera svo. Ef þær athafnir sem leiða til mikilfengleik væru auðveldar og skemmtilegar myndu allir leggja þær á sig og enginn skara fram úr. Hægt er að líta svo á að það, að æfing af ásetningi sé erfið, séu góðar fréttir. Það þýðir nefnilega að fæstir leggja æfingarnar á sig. Viljinn til að æfa vel mun aðskilja þann sem leggur æfingarnar á sig frá hinum.“
Golfkennarar eru líklega með mismunandi skoðanir á þessari kenningu Geoff Colvin. Einhver mun segja að flestir gefist upp ef æfingar eru leiðinlegar. Flestir. Þeir sem leggja þær á sig skera sig úr og verða frábærir kylfingar – næstum eins og vélmenni eða þrautþjálfaðir hermenn – þessar lýsingar voru oft notaðar um Tiger, þegar hann var á hápunkti ferils síns.
Hvað leiðinlegar æfingar varðar rifjaðist upp fyrir mér einn fyrsti kaflinn í bók Anniku Sörenstam: „Golf Annika´s Way“ Þar lýsir hún því að sem unglingi hafi sér þótt leiðinlegt að fara á æfingasvæðið í rigningu. Pabbi hennar hafi hins vegar sagt henni að hún yrði að fara, ef hún ætlaði sér að skara fram úr. Veður ætti ekki að stjórna æfingum; enda golfmót spiluð í allskyns veðrum. Fæstir foreldrar myndu hins vegar reka krakka sína út á æfingasvæði að æfa í vondum veðrum, sérstaklega þegar vilji barnsins stendur ekki til þess. Of mikill þrýstingur leiðir til þess að krakkar hreinlega gefast upp eða ef þau láta undan þrýstingi foreldra sinna, fyllist andúð gagnvart þeim, sem getur endað með ósköpum.
Dæmi eru um að ungir kylfingar sem beittir voru of miklum þrýstingi í æsku verði þunglyndir síðar meir á ævinni og sumir ákveða að binda endi á líf sitt. Kylfingurinn Erica Blasberg er sorglegt dæmi um það, en faðir hennar, golfkennarinn, rak hana áfram harðri hendi.
Annika sagði jafnframt í fyrrgreindri bók að foreldrar hennar, sem voru miklir kylfingar sjálfir, hafi alltaf tekið hana og systur hennar með á golfvöllinn og gefið þeim rjómaís fyrir að vera þægar þannig að ferðir á golfvöllinn voru tengdar einhverju jákvæðu. Þannig að leiðindatheóríu Colvin, sem slegið hefir í gegn í Bandaríkjunum verður að taka með fyrirvara. Hún felur í raun aðeins í sér það gamalkveðna að mikil vinna (sem oft sé leiðinleg) leiði til árangurs. Það eru heilmikil sannindi falin í þessu…
en í þessu sem öðru verður að stíga varlega til jarðar (sérstaklega sem foreldri barns sem ætlar sér að spila á einni af stóru mótaröðunum) og þræða hinn gullna meðalveg, sem oft er langt frá því auðvelt að rata.
Bók Colvin er áhugaverð lesning, sem enginn golffíkill ætti að láta framhjá sér fara.
Hér eru upplýsingar um bókina:
- Ætluð lesendum: 18 ára og eldri
- Blaðsíður: 240
- Útgefandi: Portfolio Trade (25. maí 2010)
- Tungumál: Enska
- ISBN-10: 1591842948
- ISBN-13: 978-159184294
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024