Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2019 | 18:00

Hakkarar komust inn á forgjafarsíðu Trump

Svo virðist sem Trump Bandaríkjaforseti hafi nýlega spilað einn besta hring lífs síns, en skor upp á 68 var fært inn á forgjafarsíðu hans.

Sagt var að Trump hefði spilað 68-hringinn í apríl sl.

Síðan var fullt af hringjum færðir inn með skor upp á 100, sem stingur svolítið í stúf við forgjöf forsetans, sem sögð er vera 1,8.

„Athygli okkar hefir beinst að fréttum þess efnis nú nýlega þar sem skor Trump forseta eru dregin í efa,“ sagði talskona bandaríska golf- sambandsins (USGA), Janeen Driscoll í yfirlýsingu. „Við höfum farið ofan í saumana á þessu og svo virðist sem einhver hafi fært inn röng skor f.h. forsetans. Við ætlum að leiðrétta þetta og fjarlægja skorin ….“

Öll skor Trump upp á 100 og eins frábæra skorið upp á 68 voru fjarlægð af bandaríska golfsambandinu og sagðist sambandið ætla að rannsaka nánar hvernig hægt væri að hakka sig inn á forgjafarsíðu Trump.