Haraldur Franklín Magnús, GR (left) with his father and kaddy Kristján Franklín Magnús. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 11:30

Eimskipsmótaröðin (3): Haraldur Franklín Magnús keppir til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni

Haraldur Franklín Magnús, GR, bar sigurorð af Rúnari Arnórssyni, GK 3&1 nú rétt í þessu.  Hann mætir Hlyn Geir Hjartarsyni, GOS í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni.

Haraldur Franklín vann alla leiki sína í 32 manna undanúrslitunum þ.e. þá Sigmund Einar Másson, GKG; Ísak Jasonarson, GK og Kjartan Dór Kjartansson, GKG.

Í gær í 8 manna úrslitunum sigraði hann klúbbfélaga sinn Andra Þór Björnsson, GR, á 21. holu, en sú keppni var spennandi allt fram á síðustu holu!