Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2012 | 07:00

Harrington með 2 högga forystu á Grand Slam

Pádraig Harrington er að gera eins mikið og hann getur úr tækifæri sínu til að spila á PGA Grand Slam of Golf, en hann komst í mótið á síðustu stundu, í stað Ernie Els, sem er að jafna sig eftir ökklatognun.

Sigurvegarinn í þessari 4 manna Grand Slam keppni hlýtur £375.000. (u.þ.b. 75 milljónir íslenskra króna) og bara fyrir það eitt að taka þátt hlýtur sá sem tapar £125,000 (25 milljónir íslenskra króna).

Pádraig Harrington var á 5 undir pari, 66 höggum, eftir fyrri hring, í Southampton, Bermúda, þar sem mótið fer fram.  Hann er með tveggja högga forystu á sigurvegara the Masters í ár, Bubba Watson.

Webb Simpson sigurvegari Opna bandaríska var líkt og Bubba á 68 höggum.

Keegan Bradley, sem kom í mótið í stað Rory McIlroy er neðstur sem stendur á 72 höggum.

Heimild: NY Times