Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2021 | 20:00

Hvað verður um eina golfvöll Afganistans núna?

Golfvöllurinn í Kabúl er eini golfvöllur Afganistans. Hann er stofnaður 1967. Einhvern tímann var þetta tengill á vefsíðu golfvallarins, en nú birtist aðeins ein mynd á síðunni. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Nú þegar stjórn Talíbana hefir tekið við er óvíst hvað verður um örlög vallarins, eins og svo margs annars með vestrænt yfirbragð í landinu.

Fyrir 9 árum síðan, 2012, birti Golf 1 greinarröð um hættulegustu golfvelli heims.

Golfvöllurinn var nr. 12  í röðinni yfir þá hættulegustu.

Rifja má upp greinina um golfvöllinn í Kabúl nú með því að SMELLA HÉR: 

Eftir stríðið var ekkert gras á vellinum, þó það hafi nú reyndar aftur farið að birtast árið 2019 ….  „The greens were „browns“ “ sögðu enskumælandi, lengi vel um völlinn.

Eins þótti mörgum skondið það sem blasti við þegar í klúbbinn var komið, en þar sagði á ensku.„No guns or body guard allowed.“ Flestir léku þó með lífvörðum. Völlurinn var einungis fyrir spennufíkla og gaman að sleppa lifandi eftir hring.

Það er bara hægt að ímynda sér þvílík fegurð völlurinn gæti verið ef ekki hefði verið / væri? þetta eilífðar stríð í landinu … en  því miður er nú óvíst hvað verður um völlinn eftir að Talibanar taka við. Þeir hafa af verið nefndir „spoilsports … sometimes with bloody results“ af þeim fáu golffréttamönnum, sem hafa skrifað um golf í Kabúl.

Sumir hafa þó tekið upp golfið eftir að Talibanar limlestu þá í stríðinu 1990 og má t.d. sjá eina frásögn með því að

SMELLA HÉR: 

Það er sárara en tárum taki að sjá 20 ára uppbyggingu í Afganistan – hversu yfirborðsleg sem hún var – hverfa eins og dögg fyrir sólu.  Sárast fyrir þá sem fórnuðu lífi og limum (sjá hér að ofan) fyrir vonlausan málstað. Vonandi er þó að Afganistanar sjái til sólar …. erfitt verður það a.m.k. fyrir konur í búrkunum, sem þær verða nú að klæðast.