Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2020 | 10:00

Heimslistamótaröðin (1): Andri Þór og Guðrún Brá sigruðu

Það var atvinnukylfingurinn Andri Þór Björnsson, GR, sem sigraði í karlaflokki á ÍSAM-mótinu, því fyrsta á Heimslistamótaröðinni

Andri Þór lék á samtals 4 undir pari, (70 72 70).

Fyrir lokahringinn var hann 4 höggum á eftir hinum 17 ára áhugamanni, Dagbjarti Sigurbrandssyni, GR, sem leiddi, en varð síðan að sætta sig við 2. sætið 1 höggi á eftir sigurvegaranum.

Í kvennaflokki sigraði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem var í forystu eftir 1. daginn, ein kvenna sem var á heildarskori undir pari og setti þar að auki glæsilegt vallarmet af bláum á Hlíðarvelli.

Guðrún Brá lék samtals á 2 undir pari, 214 höggum (68 74 72), líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Guðrún Brá hafði betur á 6. holu.

Sjá má heildarúrslitin í kvennaflokki hér að neðan:

Sjá má heildarúrslitin í karlaflokki hér að neðan: