Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 07:00

Heimslistinn: John Merrick fer upp um 167 sæti

Bandaríski kylfingurinn John Merrick frá Kaliforníu sigraði á Northern Trust Open nú um helgina og er hástökkvari vikunnar á heimslistanum.  Hann var í 241. sætinu á heimslistanum en fer upp um heil 167 sæti í það 74. og er því kominn meðal 100 bestu kylfinga heims!

Darren Fichardt frá Suður-Afríku sem sigraði á sameiginlegt mót Sólskinstúrsins og Evróputúrsins s.l. sunnudag, þ.e. Africa Open hækkaði sig einnig á heimslistanum.  Hann var í 146. sæti en er nú kominn upp í 100. sæti heimslistans.

Á toppi heimslistans eru litlar breytingar.  Rory McIlroy er enn í 1. sæti; Tiger í 2. sæti og Luke Donald í 3. sæti.

Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: