Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 09:30

Heimsmótið í holukeppni 2014: Els kominn í undanúrslit

Ernie Els komst áfram í undansúrslit  heimsmótsins í holukeppni fremur auðveldlega, í leik þar sem andstæðingur hans, hinn tvítugi Jordan Spieth komst aldrei á flug og var ekki svipur hjá sjón miðað við það sem hann hafði áður sýnt í mótinu.

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Ernie Els) er 44 ára og gæti því verið pabbi Spieth.  Hann keppist nú við að verða elsti heimsbikarshafinn í holukeppni.

Els komst í forystu þegar á 2. holu, gaf aldrei eftir forystu sína og komst í fjórðungsúrslit í fyrsta skipti í 13 ár.

„Ég spilaði tiltölulega stöðugt golf,“ sagði Els, sem vann fyrri af tveimur Opnu bandaríska risamótstitilum sínum árið 1994, þegar Spieth var aðeins 10 mánaða ungur. „Ég byrjaði ágætlega og náði snemma nokkrum fuglum. Mér fannst ég spila allt í lagi.“

„Ég bjargaði mér þegar ég þarfnaðist þess. Ég er heppinn að komast í gegn. Jordan var svolítið „off“

Els mætir Frakkanum 23 ára, Victor Dubuisson í fjórðungsúrslitum og annar hvor þeirra leikur síðan til úrslita um heimsbikarinn.