Jason Day með Ellie konu sinni og syninum Dash, með heimsbikarinn í holukeppni eftir sigur 2014!
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2014 | 02:30

Heimsmótið í holukeppni 2014: Jason Day sigraði! – Hápunktar úrslitaleiksins

Það var Ástralinn Jason Day sem sigraði Frakkann Victor Dubuisson í úrslitaleiknum um heimsbikarinn í holukeppni.

Dubuisson gaf sig ekki auðveldlega,  en Day sigraði með minnsta mun 1&0 og fóru leikar á 23. holu.

Þau voru reyndar alveg ótrúleg höggin sem Dubuisson átti og hann virtist alltaf bjarga sig. T.a.m. þegar bolti hans lenti við rætur kaktusar og hann tók fulla sveiflu gegnum hárbeittar kaktusnálarnar og sjónvarpskapal sem fyrir var og hitti inn á flöt u.þ.b. 1 meter frá pinna og bjargaði pari.

Á næstu holu sló Dubuisson annað ótrúlega höggið gegnum eyðimerkurrunna og steina og inn á flöt og bjargaði pari.

Day hafði sigur á 23. holu þegar hann pitchaði 1 meter frá holu og fékk fugl.

Þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í heimsmótinu í holukeppni, þar sem spilaðar voru aukaholur, allt frá fyrsta mótinu sem haldið var 1999 í La Costa þegar Jeff Maggert chippaði á 2. aukaholu og vann. Frammistaða Maggert blikknaði þó í samanburði við sýninguna sem Dubuisson var með og verður þessa heimsmóts eflaust ekki síður minnst fyrir frækilegrar baráttu hans.

Jason Day var þó einfaldlega sterkari/heppnari en Day hefir sjálfur oft verið nálægt því að sigra.  Þetta er fyrsti heimsbikarstitill Day og 2. sigur hans á PGA Tour, en með sigrinm fer hann í 4. sæti heimslistans, sem er það hæsta sem Day hefir komist á þeim lista.

„Vic, vinur minn, er hugrakkur,“ sagði Day. „Stutti leikurinn hans er frábær – hann bjargaði sér tvisvar úr kaktus.  Fyrir 23 ára krakka, þá býr hann yfir mikilli þekkingu á leiknum. Við munum eflaust sjá mikið af honum á næstu árum.“

Seve Ballesteros, heitinn,  myndi hafa fagnað frammistöðu úrslitaleikskappanna.

Þegar tveimur holum var ólokið og Dubuisson 2 holum á eftir setti Dubuisson niður 5 metra fuglapútt á 17. holu og nýtti sér síðan sjaldgæf mistök Day, sem fékk skolla á 18. holu eftir 3-pútt af 17 metra færi á efri syllu flatarinnar. Dubuisson hins vegar bjargaði pari og hélt sér þar með á lífi, en leika varð 5 aukaholur þar til Day hafði loks betur.

Í fyrstu leit út fyrir að leiknum myndi ljúka skjótt.

Af fyrstu aukaholunni sló Dubuisson of langt þannig að boltinn hans var við rætur kaktus.  Venjulegur maður hefði tekið víti. En hér taldi Dubuisson að hann ætti ekkert val. Hann gekk að boltanum, þar sem hann hafði ekkert að tapa og sló. Kylfa hans festist í sjónvarpskapli en boltinn fór inn á flöt.  Þetta högg var svipað að töfrakrafti og það sem Bill Haas dró fram úr hatti sínum úr grunna vatninu á 17. holu á East Lake, jafnvel betra. Og það fylgdi meira.

Á næstu aukaholu, par-5 9. holunni setti Dubuisson höggið sitt vinstra meginn við flötin, til vinstri við áhorfendastúkurnar og inn í eyðimerkurrunna sem umvafinn var steinum.  Hann sló boltanum aftur þar sem hann lá og höggið tókst fullkomlega, boltinn skoppaði upp úr háa grasinu og beint á flöt.

Day gat ekki annað en hlegið, jafnvel þó að líklegast hafi farið um að hann og hann talið á þeirri stundu að þetta yrði ekki dagur hans!

Eftir að þeir báðir fengu skolla og pör á næstu tveimur holum – lauk úrslitaleiknum á 333 yarda 15. holunni, þegar dræv Dubuisson var of mikið til hægri og hann átti eftir skrítið pitch

„Ég er vonsvikinn vegna þess að ég tók nokkur hræðileg högg,“ sagði Dubuisson, þegar búin að gleyma höggum sínum tveimur þar áður sem komust eins nálægt kraftaverki og mögulegt er í golfi.

Day vann sér inn $1.53 milljón. Það sem fólk e.t.v. missti sjónar á í allri sýningunni var að Day var aldrei á eftir á síðustu 53 holum þessa móts þar sem allt getur snúist á augabragði.

Dubuisson fékk $906,000 í sárabætur fyrir 2. sætið og …. hann er búinn að gulltryggja sér sæti í Ryder Cup liði Evrópu í september n.k. vegna þess að hann er nú á toppi evrópska Ryder Cup listans með vinningsfé upp á u.þ.b. $1.5 milljón.

Í keppni um 3. sætið vann Rickie Fowler, Ernie Els einnig með minnsta mun 1&0 og fór leikurinn á 19. holu.

Til þess að sjá hápunkta úrslitaleiksins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá úrslit allra 64 leikja í heimsbikarsmótinu í holukeppni SMELLIÐ HÉR: