Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 23:30

Heimsmótið í holukeppni: Úrslit í 3. umferð

Þriðja umferð var spiluð í dag í heimsmótinu í holukeppni.

Eftir þá umferð liggur fyrir hverjir komast í 16 manna úrslitin, en þeir eru eftirfarandi (nafn kylfings feitletrað eftir númer riðils):

Riðill 1:   Branden Grace

Grace sigraði í viðureign sinni við Chez Revie  2&1 og vann því allar 3 viðureignir sínar og á því skilið að vera kominn í hóp 16 bestu!!!

Hideki Matsuyama vann Dustin Johnson 4&2.

Lokastaðan í 1. riðli:

1. Branden Grace 3 stig

2. Hideki Matsuyama 1 1/2 stig

3. Dustin Johnson 1 stig

4. Chez Revie 1/2 stig.

Riðill 2:  Justin Rose

Justin Rose vann viðureign sína við Gary Woodland 1&0

Emiliano Grillo vann Eddie Pepperell 4&3.

Lokastaðan í 2. riðli:

1. Justin Rose 2 1/2 stig

2. Gary Woodland 2 stig

3. Emiliano Grillo 1 stig

4. Eddie Pepperell 1/2 stig.

Riðill 3: HaoTong Li

Tom Lewis vann HaoTong Li 1&0.

Alex Norén vann Brooks Koepka 4&3.

Lokastaðan í 3. riðli:

1. HaoTong Li 2 stig

2. Alex Norén 2 stig

3. Tom Lewis 1 1/2 stig

4. Brooks Koepka 1/2 stig.

Þetta var annar af tveimur riðlum þar sem kom til bráðabana milli efstu manna. HaoTong Li vann Alex Norén þegar á 1. holu bráðabanans með fugli. Þetta er í 1. sinn sem HaoTong Li kemst í 16 manna úrslit, en telja verður að hann hafi haft fyrir veru sinni þar, þurfti bara 1/2 stig gegn Tom Lewis en tapaði fyrir honum með minnsta mun og hleypti spennu í leikinn með bráðabananum. Þetta er í 2. sinn sem Haotong Li tekur þátt í heimsmótinu í holukeppni.

Riðill 4: Rory McIlroy

Rory vann Matthew Fitzpatrick 4&2.

Justin Harding vann Luke List 1&0.

Lokastaðan í 4. riðli:

1.  Rory McIlroy með fullt hús stiga þ.e. 3 stig í fremur „auðveldum“ riðli.

2. Justin Harding 2 stig

3. Luke List 1 stig

4. Matthew Fitzpatrick 0 stig.

Riðill 5: Lucas Bjerregaard

Lucas Bjerregaard vann Matt Wallace 1&0.

Justin Thomas og Keegan Bradley skyldu jafnir.

Lokastaðan í 5. riðli:

1 Lucas Bjerregaard 2 1/2 stig

2 Justin Thomas 1 1/2 stig

3 Matt Wallace 1 stig

4 Keegan Bradley 1 stig

Glæsilegt hjá Bjerregaard!!! Þetta er frumraun Danans á heimsmótinu í holukeppni og hann er kominn í 16 manna úrslit!!!

Riðill 6: Marc Leishman

Marc Leishman vann Bryson DeChambeau 5&4

Russell Knox vann Kiradech Aphibarnrat 2&0.

Lokastaðan í 6. riðli:

1 Marc Leishman 3 stig – vann allar viðureignir sínar og vel að því kominn að vera kominn í 16 manna úrslit!!!

2 Russell Knox 1 stig

3 Kiradech Aphibarnrat 1 stig

4 Bryson DeChambeau 1 stig

Riðill 7: Francesco Molinari

Francesco Molinari vann Webb Simpson 2&1.

Satoshi Kodaira vann Thorbjörn Olesen 3&1.

Lokastaðan í 7. riðli:

1 Francesco Molinari 3 stig (fullt hús stiga!!!)

2 Satoshi Kodaira 1 1/2 stig

3 Thorbjörn Olesen 1 stig

4 Webb Simpson 1/2 stig

Riðill 8: Matt Kuchar

Matt Kuchar og Jon Rahm skyldu jafnir

JB Holmes tók Si Woo Kim fremur létt 6&4

Lokastaðan í 8. riðli:

1 Matt Kuchar 2 1/2 stig

2 JB Holmes 2 stig

3 Jon Rahm 1 1/2 stig

4 Si Woo Kim 0 stig

Riðill 9: Tyrrell Hatton

Tyrrell Hatton vann Lee Westwood 3&1

Rafa Cabrera Bello vann Xander Schauffele 1&0

Lokastaðan í 8. riðli:

1 Tyrrell Hatton 2 1/2 stig

2 Rafa Cabrera Bello 1 1/2 stig

3 Xander Schauffele 1 1/2 stig

4 Lee Westwood 1/2 stig

 Riðill 10: Paul Casey

Paul Casey vann Cameron Smith 4&3

Abraham Ancer vann Charles Howell III 5&3

Lokastaðan í 9. riðli:

1 sæti Paul Casey 2 1/2 stig

2 sæti Abraham Ancer 2 stig

3 sæti Charles Howell III 1 1/2 stig

4 sæti Cameron Smith 0 stig.

Riðill 11: Louis Oosthuizen

Louis Oosthuizen vann Tommy Fleetwood 4&3

Byeong Hun An vann Kyle Stanley 6&5

Lokastaðan í 10. riðli:

1 Louis Oosthuizen 2 stig

2 Kyle Stanley 1 1/2 stig

3 Tommy Fleetwood 1 1/2 stig

4 Byeong Hun An 1 stig

Riðill 12: Henrik Stenson

Henrik Stenson vann Jim Furyk 5&4 og sagði eftir hringinn: „Þetta er besti hringur sem ég hef spilað í ár… þetta var kallaður „dauðariðillinn“ og ég náði að hafa betur gegn hinum.“

Phil Mickelson vann Jason Day 2&0

Lokastaðan í 12. riðli:

1 Henrik Stenson 3 stig (Fullt hús stiga!!!)

2 Jim Furyk 2 stig

3 Phil Mickelson 1 stig

4 Jason Day 0 stig

Riðill 13: Tiger Woods

Tiger Woods vann Patrick Cantlay 4&2

Aaron Wise vann Brandt Snedeker 6&4

Lokastaðan í 13. riðli:

1 Tiger Woods 2 stig

2 Brandt Snedeker 1 1/2 stig

3 Patrick Cantlay 1 1/2 stig

4 Aaron Wise 1 stig

Tiger sagði eftir hringinn: „Ég þurfti á tvennu að halda; að sigra minn leik og að Aaron ynni Sneds (Brandt Snedeker). Þannig að ég er mjög heppinn að komast áfram.“ Svo sannarlega enda er Tiger með einn lægsta stigafjölda upp úr riðlinum sínum!!!

Riðill 14: Kevin Kisner

Kevin Kisner sigraði Keith Mitchell 2&1

Ian Poulter sigraði Tony Finau 1&0

Lokastaðan i 14. riðli:

Kevin Kisner 2 stig

Ian Poulter 2 stig

Tony Finau 1 stig

Keith Mitchell 1 stig

Mesta spennan hefir eflaust verið í þessum riðli, sem var mjög jafn. Þetta er hinn riðillinn þar sem bráðabana þurfti til að skera úr um hvor þeirra Kevin Kisner eða Ian Poulter kæmist í 16 manna úrslitin. Kisner hafði betur á 3. holu bráðabanans og þurfti því virkilega að hafa fyrir að komast í 16 manna úrslitin!!! Eftir bráðabanann sagði Kisner: „Ég vissi að bráðabaninn yrði erfiður. Hann (Poulter) er að spila vel. Og ég var nógu heppinn til þess að ná góðri sýn á þessa síðustu og ná þessu.“  Þess mætti geta að Ian Poulter hafði þegar unnið Kisner í 1. umferð 2&0 en þegar upp var staðið var það Kisner sem komst í 16 manna úrslitin.

Riðill 15: Kevin Na

Kevin Na sigraði Billy Horschel 3&1

Bubba Watson vann Jordan Spieth 1&0

Lokastaðan í 15. riðli:

1 Kevin Na 2 stig

2 Billy Horschel 1 1/2 stig

3 Jordan Speith 1 1/2 stig

4 Bubba Watson 1 stig

Nokkuð óvænt úrslit í 15. riðli – margir hefðu fremur giskað á Billy Horschel eða Jordan Spieth, en Spieth hafði m.a. betur gegn Na í 2. umferð 3&2.  En svona er holukeppni!!!

Riðill 16: Sergio Garcia

Patrick Reed vann Sergio Garcia 2&1.

Shane Lowry vann Andrew Putnam 3&2.

Lokastaðan í 16. riðli:

1 Sergio Garcia 2 stig

2 Patrick Reed 1 1/2 stig

3 Shane Lowry 1 1/2 stig

4 Andrew Putnam 1 stig

Garcia komst áfram vegna þess að Shane Lowry vann Andrew Putnam – hefði nefnilega Putnam sigrað í viðureigninni hefði hann knúið fram bráðabana. Garcia fullrólegur í lokaumferðinni!!!

Í aðalmyndaglugga: Francesco Molinari og Paul Casey – báðir komnir í 16 manna úrslit!!!