Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2019 | 20:00

Herman fékk árnaðaróskir frá Trump

Jim Herman sigraði í móti sl. viku á PGA Tour, Barabasol Open.

Mótið fór fram í Keene Trace golfklúbbnum, í Nicholasville, Kentucky.

Sigurskor Herman var 26 undir pari, 262 högg (65 65 62 70) og átti hann 1 högg á þann sem varð í 2. sæti Kelly Kraft. Í 3. sæti varð síðan fyrsti Austurríkismaðurinn á PGA Tour Sepp Straka á samtals 23 undir pari. Sjá má kynningu Golf 1 á Straka með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Barbasol Open með því að SMELLA HÉR: 

Eftir sigurinn fékk Herman hamingjuóskir frá Trump Bandaríkjaforseta, en Herman er fyrrum starfsmaður Trump; vann sem aðstoðarþjálfari á Trump National í Bedminster, New Jersey.

Herman gerðist reyndar atvinnukylfingur að áeggjan Trump forseta, sem sagði honum að hætta að brjóta saman peysur í pro-shop-inu og fara að leggja meiri áherslu á að keppa.

Meðan á Barbasol mótinu stóð hringdi Trump í Herman og gaf honum góð ráð og fékk Herman m.a. að nota pútter Trump.

Jim Herman verður að teljast einn af hástökkvurum vikunnar á heimslistanum því hann fór vegna sigurs síns á Barbasol Open upp um heil 983 sæti á heimslistanum; úr 1252. sætinu í 269. sætið!