Herman fékk árnaðaróskir frá Trump
Jim Herman sigraði í móti sl. viku á PGA Tour, Barabasol Open.
Mótið fór fram í Keene Trace golfklúbbnum, í Nicholasville, Kentucky.
Sigurskor Herman var 26 undir pari, 262 högg (65 65 62 70) og átti hann 1 högg á þann sem varð í 2. sæti Kelly Kraft. Í 3. sæti varð síðan fyrsti Austurríkismaðurinn á PGA Tour Sepp Straka á samtals 23 undir pari. Sjá má kynningu Golf 1 á Straka með því að SMELLA HÉR:
Sjá má lokastöðuna á Barbasol Open með því að SMELLA HÉR:
Eftir sigurinn fékk Herman hamingjuóskir frá Trump Bandaríkjaforseta, en Herman er fyrrum starfsmaður Trump; vann sem aðstoðarþjálfari á Trump National í Bedminster, New Jersey.
Herman gerðist reyndar atvinnukylfingur að áeggjan Trump forseta, sem sagði honum að hætta að brjóta saman peysur í pro-shop-inu og fara að leggja meiri áherslu á að keppa.
Meðan á Barbasol mótinu stóð hringdi Trump í Herman og gaf honum góð ráð og fékk Herman m.a. að nota pútter Trump.
Jim Herman verður að teljast einn af hástökkvurum vikunnar á heimslistanum því hann fór vegna sigurs síns á Barbasol Open upp um heil 983 sæti á heimslistanum; úr 1252. sætinu í 269. sætið!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024