Hjón skíra barnið sitt Tiger e. 5. Masters sigur hans
Golfaðdáendur um allan heim, sem jafnframt eru verðandi foreldrar hafa líklega á einhverjum tímapunkti gælt við þá hugmynd að nefna barn sitt eftir uppáhalds íþróttamanni sínum.
Hjón frá Texas, Trey og Denise Little ætla virkilega að fylgja því eftir, eftir sigur Tiger á Masters.
Skv. grein í New York Post – Sjá með því að SMELLA HÉR: – gerðu hjónakornin með sér samning um að ef Tiger ynni á Masters 2019 þá myndu þau skíra son sinn Tiger.
„Þetta allt byrjaði næstum eins og brandari og síðan snerist það í eitthvað virkilega raunverulegt, virkilega fljótt,“ sagði Trey í viðtali við The Post. „Við vildum bæði einstakt nafn og ég hef alltaf verið mikill golfaðdáandi.„
Trey leiddist í vinnu fyrir Masters risamótið og dró sér til skemmtunar upp samning, þar sem hann kom óskum sínum á samningsform.
Þar sagði m.a. „Ef Tiger Woods sigrar á Masters í þessari viku, þá mun ég (faðirinn) hafa það val að skíra son okkar Tiger Little,“ sagði m.a. á skjalinu.
Jafnframt var þar tiltekið um líkurnar á að Tiger Woods ynni risamótið.
„Hún hló og síðan undirritaði hún samninginn,“ sagði Trey um viðbrögð eiginkonu sinnar og tilvonandi móður fyrsta sonar þeirra, Tiger Little.
Hjónin horfðu síðan á lokahringinn á Masters saman og fögnuðu úrslitunum.
„Við urðum klikkuð af hamingju, við vorum svo hamingjusöm,“ sagði Trey. „Það voru svo miklar tilfinningar bundnar við að sjá hann (Tiger) sigra. Við myndum þó hafa fagnað með sama hætti jafnvel þó nafn sonar okkar hefði ekki blandast í málið.“
Sjá má samning foreldranna um að skýra barnið Tiger í nærmynd á Instagram síðu Trey Little með því að SMELLA HÉR:
Í aðalmyndaglugga: Denise og Trey Little og samningurinn sem þau gerðu. Mynd: The New York Post
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024