Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2018 | 12:00

Holly Sonders hættir hjá FOX sem golffréttakona

Nú, fjórum árum eftir að Fox Sport réði Holly Sonders frá Golf Channel hafa þeir tilkynnt henni að hún muni ekki stjórna golfþáttum stöðvarinnar lengur.

Ég er ótrúlega stolt af því að hafa verið hluti af Fox Sports“ sagði Sonders í nýlegu viðtali. „Allt „golfliðið“ þar hefir orðið eins og fjölskylda mín og ég hef lært mikið af því að vinna með þeim. Ég hlakka til að vinna hjá Fox Sports á öðrum vettvangi og er spennt fyrir hvað bíður mín.“

Fox Sports bauð Sonders mjög ábatasaman samning fyrir 4 árum og á þeim tíma var Sonders 2. stóra nafnið sem þeir réðu eftir að hafa ráðið sjálfann „hvíta hákarlinn“, alías Greg Norman, sem síðan var aðeins 1 ár hjá sjónvarpsstöðinni.

Sonders mun áfram starfa í stúdíó sýningum og sem fréttamaður í bandariska fótboltanum hjá stöðinni … hún er aðeins hætt sem golffréttamaður.

Fox Sports lét frá sér fara eftirfarandi fréttatilkynningu vegna yfirvofandi breytinga:

„Holly er mikils metinn hluti Fox Sports fjölskyldunnar og við erum ánægð með að halda áfram samstarfinu við hana.“ sagði m.a.

Samningur Fox Sports við bandaríska golfsambandið rennur út 2026.

Sonders er frá Ohio og útskrifaðist 2009 með gráðu í fréttamennsku frá Michigan State þar sem hún var í kvennagolfliði háskóla síns í bandaríska háskólagolfinu og þar sem hún var m.a. hluti liðsins sem sigraði Big Ten titilinn árið 2007.  Áður en hún vann hjá  Golf Channel var Sonders frétta- og íþróttafréttamaður hjá KATV í Little Rock, Arkansas og vann auk þess hjá the Big Ten Network eftir að hefja feril sinn í Columbus, Ohio hjá WBNS-10 TV.

Holly Sonders er líklega best þekkt sem stjarna Golf Channel í golfþættinum vinsæla „Morning Drive“, en Sonder fór frá stöðinni rétt áður en bandaríska golfsambandið gerði 10 ára samning við Fox Sports.  Hlutverk hennar var aldrei nákvæmlega skilgreint í samningnum, aðeins sagt á sínum tíma að hann væri verulega ábatasamur fyrir Sonders.