Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 1
Í vor, nánar tiltekið fimmtudaginn 28. apríl 2011 tilkynnti hin mexíkanska Lorena Ochoa, besti kvenkylfingur heims um áraskeið, að hún ætti von á fyrsta barni sínu. Fréttirnar bárust, frá henni bæði á ensku og spænsku, þennan apríldag á Twitter, en þar sagði hún: “Ég er mjög ánægð að deila því með öllum að við eigum von á barni!” Með “okkur” átti Lorena við sig og eiginmann sinn, Andres Conesa, yfirmann mexíkanska flugfélagsins Areomexico, en honum giftist hún í desember 2009. Hann á 3 börn með fyrri konu sinni.
Lorena hætti mjög skyndilega, öllum á óvörum, á LPGA túrnum, en þar var hún búin að sigra 27 sinnum og tvívegis á risamótum. Bróðir Lorenu, Alejandro Ochoa sagði við þetta tækifæri að von væri á barninu í nóvember.
Eitthvað lét barnið bíða eftir sér, en í fyrradag, 8. desember 2011, fæddist litli sólargeislinn hennar Lorenu, 48 cm langur og 2,8 kg og er þegar búinn að hljóta nafnið Pedro. Móður og barni heilsast vel.
Átta fréttamenn á Golf Digest, sem margir hverjir unnu náið með Lorenu (í viðtölum, við hana eða í golfæfingamyndböndum sem hún framleiddi) þegar hún var enn í keppnisgolfi tóku saman hugleiðingar sínar og endurminningar um þennan frábæra kylfingu. Þær birtast hér í lauslegri þýðingu og fer fyrsti hlutinn af 8 hér: (Seinni 7 hlutarnir birtast næstu daga).
Tengsl (Lorenu) við landsmenn sína
eftir Ron Sirak
„Fyrsta skiptið sem það skeði heyrði ég um það eftir atburðinn, fyrir 4 eða 5 árum síðan. Eftirlitsmaðurinn á Superstition Mountain (golfvellinum) nálægt Phoenix sagði mér að á þriðjudeginum fyrir Safeway International (mótið) hefði Lorena Ochoa gengið að viðhaldsskúrnum, þar sem flestir starfsmennirnir eru frá Mexíkó, til þess að tala við verkamennina. Hún þakkaði þeim fyrir ástand golfvallarins og lofaði þá fyrir að vera góðir fulltrúar heimalands þeirra. Á sunnudeginum – þegar þeir áttu frí – þá komu u.þ.b. 18 af viðhaldsmönnunum og fylgdust með Lorenu, þeir veifuðu mexíkönskum fánum, hvöttu samlöndu sína og sungu á spænsku.
Að heimsækja landsmenn sína fyrir mót var nokkuð sem Lorena endurtók á hverjum velli þar sem hún sá að starfsmenn voru að stærstum hluta mexíkanskir. En það varð alltaf erfiðara að gera það svo lítið bæri á. Framkvæmdastjórar mótanna láku því í fjölmiðla og í kjölfarið var setið fyrir henni með sjónvarpstökuvélum. Nú í ár var Lorena á Kraft Nabisco Championship, snemma á þriðjudagsmorgun (mótið hófst á fimmtudegi). Þar bjó hún til eggjahræru fyrir landa sína, blandaði geði við þá, gaf eiginhandaáritanir og stillti sér upp fyrir myndatökur með þeim.
Já, fjölmiðlar komust að þessu tiltæki hennar og þeir gerðu hana að aðalfréttinni. En í hennar huga og hjarta var raunverulega fréttin ekki um hana heldur um verkamennina, sem hún heimsótti. Lorena er ákaflega stolt af uppruna sínum og meðvituð um það að hún tilheyrir fámennri forréttinda stétt í landi þar sem flestir búa við fátækt. Hún fór í þessar heimsóknir ekki til að auglýsa sjálfa sig, heldur til þess að auka þjóðarstolt verkamannanna.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024