Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2011 | 14:00

Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 5

Ekta þokki

eftir Stina Sternberg

„Ég hitti Lorenu Ochoa fyrst  vorið 2004, á golfstað rétt fyrir utan Puerto Vallarta, sem heitir Four Seasons Punta Mita. Ég var ritstjóri Golf For Women á þeim tíma og meðal starfa minna var að kynna áfangastaði fyrir golfferðalanga í golfþætti í bandarísku sjónvarpi. Ochoa var á þeim tíma eini kvenkyns atvinnumaðurinn frá Mexíkó, þannig að framleiðandinn hafði sett sig í samband við Alejandro Ochoa, bróður Lorenu, en Lorena var þá á 2. ári sínu á LPGA og umboðsmann til þess að sjá hvort systir hans vildi koma fram í þættinum og tala um uppgang golfíþróttarinnar í Mexíkó.  Á þeim tíma var mér aðeins óljóst kunnugt um hver þessi, þá 22 ára kylfingur var. Ég hafði svo sannarlega enga hugmynd um hvað átti eftir að verða úr henni.

Flug Lorenu og bróður hennar frá Guadalajara til Puerto Vallarta var aflýst þannig að þau þurftu að bíða í 5 tíma á flugvellinum áður en þau gátu náð annarri vél. En þau hringdu og sögðust ætla að bíða og myndu koma eins fljótt og mögulegt væri. Þegar þau komu loks voru þau bæði mjög afsakandi og Lorena var yndisleg og svo feiminn að það var næstum því sárt. Næstu klukkustundirnar var hún látin fara í gegnum alls kyns tremma (hún var förðuð í flýti og hárið á henni lagað hratt, hún klædd upp í mesta stressi, tekin viðtöl við hana í stúdíói, út á velli) vegna þess að framleiðandinn var í flýti og ergilegur yfir seinkuninni – þetta varð allt að klárast fyrir sólsetur og Ochoa (þótt hún væri sjálf eflaust sárþreytt) kvartaði ekki eitt einasta skipti. Ég hugsa að við hefðum getað beðið hana um að standa á höndum á þaki klúbbhússins og hún hefði tekið þátt.

En eftir því sem leið á síðdegið urðu undarlegar tafir. Gestir golfstaðarins, sem flestir voru ríkir Bandaríkjamenn virtu Ochoa ekki viðlits, en í hvert sinn sem einhver golfvallarstarfsmaður kom auga á hana varð allt vitlaust. Í fyrstu komu þeir ekki nálægt henni, hvísluðu bara spenntir milli sín og þegar sá orðrómur breiddist út að Ochoa væri þarna komu fleiri og fleiri Mexíkanar til þess að horfa á og tala við kylfinginn unga. Og þegar þeir komu, hætti hún öllu sem hún var að gera og gekk til þeirra og heilsaði þeim.  Viðbrögð þeirra voru eins Elvis-aðdáenda. Einn golfvallarstarfsmaðurinn fór m.a.s. niður á hnén fyrir framan hana þegar hún heilsaði honum. Mér leið eins og fífli að hafa ekki gert mér grein fyrir að þessi óþekkta stúlka var stórstjarna í Mexíkó og jafnvel það væri of mildilega til orða tekið. Og ég var svo hissa á auðmýkt hennar og þokka gagnvart okkur.

Þegar dagur var að kveldi kominn og við sögðum bless þakkaði ég Ochoa innilega fyrir að ferðast alla þessa leið fyrir 10 mínútna hluta í ferðaþátt á kapalsjónvarpsstöð, þ.e. að koma jafnvel þótt flugi hennar hefði verið aflýst og hún sagði: „Auðvitað – þetta er um Mexíkó. Það er mikilvægt.“