Hugleiðingar golffréttamanna um hina nýbökuðu móður: Lorenu Ochoa nr. 8
Hér er komið að 8. og síðustu grein eins golffréttamanna Golf Digest þar sem rifjuð eru upp kynni af kylfingnum Lorenu Ochoa, sem varð móðir í fyrsta sinn fyrir 10 dögum síðan – fæddi son sinn, Pedro Conesa – 8. desember 2011. Hér fer eftirfarandi grein:
Hinn upptekni atvinnukylfingur
eftir Topsy Siderowf
Í janúar 2008 fór ég til heimalands Lorenu, Mexíkó til þess að taka upp kynningu á henni í Guadalajara Country Club. Á þeim tíma var hún LPGA kylfingur ársins og kannski á toppi ferils síns. Hvernig sem það var, þá var hún nánast með ekkert egó. Bara yndisleg og góð.
Það sló mig með hversu miklu jafnaðargeði hún stóð undan öllum kröfunum sem gerðar voru til hennar, Hún var svo góð við mig, við myndatökumanninn Darren Carroll og Mr. Style, Marty Hackel, sem var þarna til að gefa henni tískuráð. Ekki að hún þyrfti þeirra með.
Kvöldið fyrir tökuna sat hún þarna með mér og fór yfir nokkra punkta í handritinu. Hún hafði ákveðnar hugmyndir og gerði nokkrar breytingar sem bættu allt. Eftir fund okkar fór hún í ræktina í hörkuprógramm. Hún byrjaði daginn á tíma með þjálfara sínum, Rafael Alarcon og eftir hádegið var hún að vinna fyrir tímarit vegna greinar sem átti að fara að birta.
Næsta morgun var hún tilbúin í vinnuna, sat þolinmóð meðan förðunarfræðingurinn okkar vann vinnuna sína. Við lukum við verkið og hún gaf grænt ljós á annan þátt um pútt, þar sem hún þurfti að hafa fataskipti fyrir. Hún hafði samþykkt 1 klst vinnu, en tveir þættir fyrir Golf Digest taka lengri tíma en það.
Áður en við höfðum pakkað öllu niður var Lorena þegar farin í næsta verkefni dagsins – að spila í tennileik.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024