Hvað á að gefa golfmömmunni á mæðradaginn?
Golfmömmur eru þær sem vinna ómælanlega vinnu fyrir kylfingana sína, keyra þá á æfingar, á mót, draga kerrurnar fyrir þá. Oftar en ekki hefir golfmamman sjálf áhuga á golfi…. og á morgun er mæðradagurinn og því ekki úr vegi að koma með nokkrar tillögur að mæðradagsgjöf fyrir þessar ómissandi konur.
Gjöfin þarf alls ekki að vera stór t.d. er fallegt flatarmerki, golfbolti eða poki af bleikum tíum gjöf sem ætti að falla í góðan jarðveg hjá öllum golfmömmum. Skoða má þessa muni t.a.m. á síðunni HISSA.IS en vörur þess merkis fást í öllum helstu golfbúðum og má auk þess panta á netinu. Þeir sem eru orðnir seinir eða hugsa fyrir gjöf eða eru krónískt á síðustu stundu geta skoðað síðuna og gefið mömmu ávísun á eitthverja fallega gjöf
Blóm segja meira en mörg orð og því eru blóm, t.a.m. 1 rós, ávallt vel þegin á mæðradaginn. Þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu geta t.a.m. verslað í Blómaverkstæði Binna, en Binni er mikill kylfingur sjálfur, félagi í Golfklúbbnum Oddi og vís með að töfra fram falleg mæðradagsblóm.
Fyrir þá sem vilja gefa mömmu stóra gjöf þá er sniðugt að gefa ávísanir á golffatnað, kylfur eða annan golfútbúnað í einhverri golfversluninni, en allar útbúa þær gjafabréf. Gjafir eins og boltakort á æfingasvæðum eða tímar hjá golfkennara geta verið svolítið tvíbentar, en benda mætti á í því sambandi að það eru gjafir, sem koma öllum kylfingum til góða!
Síðan eru þær golfmömmur, sem fá aldrei nóg af golfi hvort heldur er að sinna öðrum kylfingum fjölskyldunnar, spila sjálfar, fylgjast með nýjustu golftískunni og lesa þar að auki allt sem auga á festir um golf. Fjöldi bóka er til t.a.m. golfkennslubækur en líka golfskáldsögur. Varðandi það síðarnefnda mætti benda á mjög áhugaverða bók: „Ang Tak – When East meets West“ eftir kanadíska höfundinn Helen Yeomans en komast má á heimasíðu Helen til þess að lesa nánar um bókina HÉR:
Ofangreint er aðeins samanteknar nokkrar hugmyndir – það skiptir í raun engu hver gjöfin er; stór eða smá – gjöfin þarf ekkert að vera efnisleg – bara það að muna eftir mömmu og óska henni til hamingju á morgun skiptir máli og sýnir að þið munið hversu frábærar mömmur ykkar eru- en það er sem fyrr alltaf hugurinn á bakvið sem mestu máli skiptir!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024