Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2019 | 08:30

Hvað er kondór í golfi?

Fyrst í stað, hafið þið nokkru sinni heyrt um kondór (ens.: condor)?

Við erum ekki að tala um ránfuglinn, heldur algjörlega fágætasta högg í golfið. Hvað ránfuglinn áhrærir þá eru til tvær undirtegundir, Andesarkondórinn, sem mynd er af í aðalmyndaglugga og kaliforníukondórinn, sem mynd er af hér að neðan. Vænghaf þeirra getur orðið 3,5 m og er það næststærsta meðal allra fuglategunda í heiminum.

Kaliforníukondór

Hvað kondór í golfi áhrærir þá er um að ræða ás á par-5u, sem, hvort sem þið trúið því eða ekki, hefir náðst.

Skv. www.golf.co.uk, hafa 4 kondórar verið skráðir, allir á par-5um en aldrei tvö högg á sjaldgæfum par-6 brautum.

Ýmislegt í golfheiminum er nefnt eftir þessum gríðarstóra fugli fyrir utan sjaldgæfasta högg golfsins: ýmsir golfklúbbar,  a.m.k. ein golfferðaskrifstofa ber þetta nafn og ýmiss golfútbúnaður s.s. golfboltar sem merktir eru condor eða kondór og t.a.m. kondór kylfucover eins og sjá má hér að ofan af Kaliforníukondór

Eftirfarandi er skv. heimildum www.golf.co.uk:

Fyrsti kondórinn var skráður 1962 þegar  Larry Bruce sló teighögg sitt yfir tré  á hundslappar 480 yarda par-5 5. holuna í Hope CC í Arkansas, í Bandaríkjunum.

Annar kondórinn náðist með því að „cut-a“ hornið á annarri hundslappar par-5u, en það var Shaun Lynch sem afrekaði þann Kondór í  Teign Valley golfklúbbnum í  Christow, Englandi árið 1995, á 496-yarda 17. holunni. Lynch miðaði beint á flöt með 3-járni, og sló á 7 metra litla hæð þar sem hann hitt beint á hallann og boltinn rann á flötina og beint í holu.

Enn einn kondór náðist án þess að „cut-uð“ væri hundslöpp. Sá kondór náðist af Mike Crean í Green Valley Ranch golfklúbbnum í Denver, Colorado árið 2002, þegar hann setti niður 517 yarda dræv sitt á par-5 9. brautinni. Þetta er jafnframt lengsti skráði ásinn, þó að hæð yfir sjávarmáli og þunnt loftið í Denver á golfvellinum hafi átt sinn þátt í afreki Crean.

Nýlegasti skráði kondórinn náðist í Ástralíu af hinum þá 16 ára Jack Bartlett á 467 metra löngu par-5 17. brautinni í  Royal Wentworth Falls Country Club, NSW, Australia, þann 3. nóvember 2007.

Kondór er svo sjaldgæfur að veðbankar taka ekki einu sinni við veðmálum um hann.

Og hvernig varð kondór hluti af golfmálinu? Talið er að um framhald sé að ræða á „fugla-þemanu“ þar sem fuglarnir stækka eftir því sem höggunum fækkar þ.e. „fugl“, „örn“, „albatross“ og „kondór“.