Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2011 | 11:00

Hvað er í pokanum hjá Paulu Creamer?

Hvað er bleikklætt og finnst á golfvelli? Miklar líkur eru á því að þar sé á ferð Paula Creamer…líka kölluð Bleiki Pardusinn.  Hún er sem stendur nr. 7 á Rolex-heimslistanum, enda búið að vera gott ár hjá henni. Hún spilaði í Solheim Cup og stóð sig frábærlega þar – hún er að vísu sigurlaus í ár en af 19 mótum sem hún hefir tekið þátt hefir hún verið 8 sinnum verið meðal topp 10, besti árangurinn er 2. sætið. Hún var fyrir skemmstu í fréttum vegna dagatals síns, sem gefið er út árlega í Japan.

Paula Creamer fyrsti atvinnumaðurinn í golfi sem fer á handahlaupi yfir Swilken brúna á St. Andrews

Paula hefir 11 sinnum sigrað sem atvinnumaður, 9 sinnum á LPGA og 2 sinnum á japanska LPGA. Síðasta mót sem hún sigraði á var US Open risamótið, sem jafnframt er eini risamótssigur hennar.  Það er því spennandi að sjá hvað er í pokanum hjá henni – en Paula er m.a. ein þeirra sem hrifin er af hvíta R-11 TaylorMade drævernum.

Til þess að sjá myndskeið hvað annað er í poka Paulu smellið HÉR: