Hvaleyrarbikararnir
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2024 | 17:00

Hvaleyrarbikarinn 2024: Tómas og Hulda Clara sigruðu!!!

Það voru þau Tómas Eiríksson Hjaltested, GR og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem stóðu uppi sem sigurvegarar í Hvaleyrarbikarnum.

Tomas Eiríksson Hjaltested, GR, sigurvegari Hvaleyrarbikarsins 2024 í karlaflokki.

Tómas lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (65 71 75). Aðeins 1 höggi á eftir honum á samtals 4 undir pari, 212 höggum (72 69 71) urðu Breki Gunnarsson Arndal, GKG og Jón Frank Halldórsson, GR (70 68 74).  Jafnir, T-4, urðu síðan Kristófer Orri Þórðarson og Ragnar Már Garðarsson, báðir á samtals 2 undir pari, hvor. Heimamennirnir Daníel Ísak Steinarsson og Birgir Björn Magnússon urðu T-6 en báðir spiluðu á samtals 1 undir pari.  Þessir 7 kylfingar voru þeir einu í karlaflokki til að spila undir pari.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sigurvegari Hvaleyrarbikarsins í kvennaflokki.

Í kvennaflokki sigraði Hulda Clara Gestsdóttir, GKG á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (76 73 76). Í 2. sæti, heilum 5 höggum á eftir Huldu Clöru urðu þær Berglind Erla Baldursdóttir, GM og Eva Kristinsdóttir, báðar á 14 yfir pari, 230 höggum; Berglind Erla (74 76 80) og Eva (79 80 80). Í 4. sæti varð Helga Signý Pálsdóttir, GR  á samtals 16 yfir pari og í 5. sæti Berglind Björnsdóttir, GR á samtals 19 yfir pari.

Sjá má lokastöðuna á Hvaleyrarbikarnum 2024 með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Hvaleyrarbikararnir.