Hver er Alexandra Browne í golfinu?
Aðdáendur Rickie Fowler kveikja örugglega strax á Alexöndru en hún er kærastan hans til rúmra 4 ára, en þau byrjuðu saman í apríl 2010.
En hver er annars þessi Alexandra Browne?
Hún er 23 ára, fædd í Jupiter, Flórída. Hún er alls ekki óvön að vera á, reyndar eiga næstum heima á golfvelli því pabbi hennar er PGA atvinnumaðurinn Olin Browne, sem nú spilar Champions Tour og mamma hennar er þekktur lögfræðingur í Flórída, Pamela Browne.
Alexandra á einnig bróður, Olin Browne yngri, sem einnig er atvinnumaður í golfi.
Alexandra útskrifaðist 18 ára úr menntaskóla í Flórída, 2008 og tveimur árum síðar var hún byrjuð að deita Rickie.
Eftir menntsskóla fór Alexandra í Pepperdine háskólann í Kaliforníu þar sem hún ákvað að leggja söng fyrir sig og er þegar búin að gefa út tvær plötur. Love don´t lie – Heyra má titillag plötunnar með því að SMELLA HÉR: og Day after Day.
Það má því segja að mikið sé um golf- og sönghæfileika í „Fowler-fjölskyldunni“, en Rickie er, sem kunnugt er sjálfur tónlistarmaður með GolfBoyz bandinu.
Þess mætti loks geta að Alexandra hefir sjálf spilað golf frá blautu barnsbeini og hér fylgir ein mynd af henni í íþrótt allra íþrótta, golfinu:
Ólíkt Rory, þarf Rickie ekki að segja skilið við kærustu sína til þess að ganga betur í golfinu.
Rickie segist einmitt spila svona vel vegna þess að hann sé með Alexöndru og hún fylgist vel með og fylgir honum á öll stærri mót.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024