Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 12:45

Hver er kylfingurinn: Aleksei Koika?

Aleksei Koika varð fyrsti kylfingurinn, 16. júlí s.l. frá fyrrum Sovétríkinu Moldavíu til þess að spila í móti á vegum bandaríska golfsambandsins.  Hann komst í gegnum úrtökumót fyrir  U.S. Amateur í Marin Country Club í Novato, Kaliforníu og lenti m.a.s. á verðlaunapalli í úrtökumótinu (hlaut medalist honor).

En er golf vinsælt í Moldavíu? Eiginlega er þjóðarsport þessa 3,7 milljóna ríkis fótbolti (líkt og á Íslandi) og þar á eftir  glíma, eða a.m.k, einhvers konar afbrigði hennar sem nefnist tranta. Aðrar vinsælar íþróttir eru kraftlyftingar (líkt og á Íslandi forðum, á dögum Skúla Óskarssonar) en t.d. sigraði Cristina Iovu frá Moldavíu bronsið á Ólympíuleikunum í London 2012 í flokki 53 kg.kvenna. Síðan er sund vinsælt í Moldavíu og það er íþróttin sem hinn 36 ára Koika stundaði í 16 ár áður en hann fluttist til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Kaliforníu og tók upp golfið.

„Ég er þreyttur á vatninu“ sagði Aleksei Koika m.a. í viðtali við blaðafulltrúa bandaríska golfsambandsins, „mér líkar við golf núna.“  (Líkist Michael Phelps, sundkappa, sem líka ætlar sér að fara að stunda golf eftir að hafa fengið 18 Ólympíugullverðlaunapeninga á ferli sínum, fleiri en nokkur annar – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: )

Lesa má nánar um Aleksei Koika frá Moldavíu og bandaríska golfævintýrið hans í ágætri grein USGA með því að SMELLA HÉR: