Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2016 | 08:00

Hver er kylfingurinn: Alexander Norén?

Sænski kylfingurinn Alexander Norén sigraði í 4. móti sínu á árinu á Gary Player GC í Sun City, S-Afríku, nú í gær, sunnudaginn 13. nóvember 2016.

Hver er þessi magnaði sænski kylfingur, Alexander Norén, eða Alex eins og hann er alltaf kallaður?

Alexander Noren

Alexander Noren

Alexander Norén fæddist í Stokkhólmi 12. júlí 1982 og er því 34 ára. Hann byrjaði að spila í  Haninge golfklúbbnum og var síðan í Oklahoma State University í bandaríska háskólagolfinu áður en hann gerðist atvinnumaður árið 2005.

Norén hóf síðan ferilinn á Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour) með því að komast á lokaúrtökumót Evrópumótarðarinnar 2005. Á nýliðaári sínu sigraði hann Rolex Trophy og lauk árinu í 3. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og komst þannig á Evrópumótaröðina.

Norén átti nokkuð stöðugt nýliðaár á Evrópumótaröðinni árið 2007 og bætti sig með því að ná 31. sætinu á stigalista Evrópumótaraðarinnar næsta árið eftir. Hann náði niðurskurði á Opna breska 2008 og var með efstu manna á 3. degi áður en hann varð að sætta sig við 19. sætið í risamótinu. T-9 árangur árið 2012 á Opna breska er besti árangur Norén til þessa í risamóti.

Noren sigraði fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinni í september 2009 á Omega European Masters, þar sem hann lék á samtals 20 undir pari, og átti 2 högg á Walesverjann Bradley Dredge. Noren lauk þessu ári (2009) í 25. sæti á Race To Dubai (stigalista Evrópumótaraðarinnar).

Alex Norén eftir sigur á Saab Wales Open 2011

Alex Norén eftir sigur á Saab Wales Open 2011

Í júní 2011 vann Norén annan Evrópumótaraðartitil sinn á Saab Wales Open sem fór fram á  The Celtic Manor Resort. Hann átti 2 högg á  franska kylfinginn Grégory Bourdy og danska kylfinginn Anders Hansen og lauk keppni á samtasl 9 undir pari. Þessi sigur tryggði Norén keppnisrétt á fyrsta heimsmótinu hans, WGC-Bridgestone Invitational, sem fram fór  í Firestone Country Club í ágúst 2011. Í næsta mánuði vann Norén 3. Evróputúrstitil sinn á Nordea Masters í heimalandi sínu, Svíþjóð. Hann vann sama mót tvö ár í röð og þetta var í fyrsta sinn á ferli hans sem honum tókst það og átti m.a. 11 högg á næsta mann eftir 3. hringinn. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í vindi lokahringinn lauk hann keppni 7 höggum á undan næsta manni Richard Finch. Þetta keppnistímabil var Norén í 14. sæti á stigalista Evrópu,  the Race to Dubai.

Eftir tvö ágætistímabil 2012 og 2013 þar sem hann varð m.a. í 3. sæti á Aberdeen Asset Management Scottish Open og the Alfred Dunhill Links Championship, missti Norén næstum af öllu keppnistímabilinu árið 2014 vegna sinabólgu í báðum úlnliðum.

Norén sneri aftur til keppni í janúar 2015 og vann 4. titil sinn á Evrópumótaröðinni þegar hann sigraði á  Nordea Masters í 2. sinn á ferli sínum. Hann átti 4 högg á Søren Kjeldsen, eftir að hafa verið með 2 högga forystu eftir 54 holur.

Alex sigraði í Aberdeen í júlí 2016

Alex sigraði í Aberdeen í júlí 2016

Í júlí 2016 sigraði Norén á Aberdeen Asset Management Scottish Open, mótið sem haldið er á undan Opna breska og halaði þar með inn 5. sigri sínum á Evrópumótaröðinni. Hann vann með 1 höggi, sem hann átti á enska kylfinginn  Tyrrell Hatton. Með þessum sigri hélt hann áfram vana sínum að vera í forystu eftir 54 holur og taka síðan mótið.

Eftir að tapa í úrslitum Paul Lawrie holukeppninnar í ágúst, sigraði hann á  Omega European Masters í september, og vann þar með Scott Hend á 1. holu bráðabana sem fram fór milli þeirra. Mánuði síðar, náði hann 3. sigri sínum á árinu 2016, þegar hann sigraði á the British Masters sem fram fór í The Grove. Þessi sigur hans færði honum 18. sætið á heimslistanum, sem er það hæsta sem hann hafði náð, fram að sigrinum á Nedbank Golf Challenge  í gær. Gaman að sjá hvar Norén verður á morgun þriðjudaginn 15. nóvember á heimsistanum?