Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2021 | 17:10

Hver er kylfingurinn Anna Nordqvist? (1/2)

Sænski Solheim Cup kylfingurinn Anna Nordqvist sigraði á 3. risamóti sínu í gær, AIG Women´s Open.  Nú á hún bara eftir sigur í 2 risamótum þá er hún komin með það sem á ensku nefnist „Career Grand Slam.“

Anna fæddist í Eskilstuna í Svíþjóð 10. júní 1987 og er því nýorðin 34 ára. Hún byrjaði að spila golf 13 ára og segir fjölskyldu sína og þjálfarana Katarínu Vangdal og Maríu Bertilskjöld hafa haft mest áhrif á sig í golfinu. Sem stendur er Anna nr. 16 á lista yfir bestu kvenkylfinga heims (ens.: Rolexrankings), fer upp um heil 22 sæti og inn á topp-20 listann eftir velgengnina á Carnoustie linksaranum, þar sem AIG Women´s  fór fram!

Anna var valin unglingakylfingur ársins í Svíþjóð 2004 og 2005 og áhugamaður ársins í Svíþjóð, 2005. Á þessum tíma 2004 og 2005 var hún einnig í 1. sæti í stúlknaflokki á Duke of York mótinu.

Anna var British Girls’ Open Amateur Champion árið 2005, hún hlaut bronsið á European Championship 2005, hún varð í 2. sæti á British Ladies Amateur, árin 2006 og 2007, sigraði 2008 og var hluti sigurliðs Svía á European Team Amateur.

Strax á 1. ári sínu í Arizona State University árið 2007 var hún Pac-10 meistari og var valin nýliði ársins af sambandi golfþjálfara í Bandaríkjunum (NGCA), kylfingur ársins og nýliði ársins. Anna hlaut NGCA First-Team All-American og Academic All-American viðurkenningarnar árin 2007 og 2008.

Anna deildi 5. sætinu á NCAA Championships og var hluti af sigurliði Svía á heimsmeistaramóti áhugamanna 2008, þ.e. Espirito Santo Trophy. Hún náði niðurskurði í Ricoh Women´s British Open bæði 2007 og 2008 og hlaut Smyth Salver heiðursviðurkenningu fyrir lægsta skor áhugamanna.

Í desember 2008 varð hún T-25 í Q-school LPGA og gerðist atvinnumaður strax eftir lokahringinn. Í janúar 2009 sigraði hún á Q-school LET.

Eftir þátttöku í aðeins 5 mótum á LPGA sigraði Anna fyrsta mót sitt, og það ekkert smámót heldur MacDonald LPGA Championship risamótið, árið 2009 í Maryland. Þetta varð til þess að hún var valin í Solheim Cup liðið 2009 en alls hefir hún spilað 6 i sinnum í því móti,Árið 2009 sigraði Anna í 2. sinn á LPGA, þ.e. í LPGA Tour Championship. Hún var tilnefnd nýliði ársins á LET og varð í 2. sæti á eftir Jiyai Shin í vali á nýliða ársins.

Sem stendur býr Anna Nordqvist í Orlando, í Flórída.

Heimild: Wikipedia