Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (6/9) 11. grein af 24 um „The Match“
Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.
Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) en við verðum að átta okkur á því að Ben Hogan er svona einskonar Rory eða Tiger síns tíma. Hér fer 6. hlutinn í kynningunni á Hogan:
„Five Fundamentals“ og golfkennsla
Hogan trúði því að þétt, endurtekning golfsveiflu fæli í sér aðeins nokkur grundvallaratriði, sem, þegar þau voru framkvæmd á réttan hátt og í röð væru kjarni sveiflunnar. Bók hans „Five Lessons: The Modern Fundamentals of Golf“ er e.t.v. einhver víðlesnasta golfkennslubók, sem nokkru sinni hefir verið skrifuð; jafnvel þó „Litla rauða bók“ Harvey Penick gæti einnig gert kröfu um þann titil og nútíma sveifluþjálfaragúrúar endurtaka grundvallaratriðin þar líkt og páfagaukar. Nýrri bók Ben Hogan: „The Five Lessons of Golf“ var upphaflega gefin út sem fimm parta sería, sem hófst í marseintaki Sports Illustrated og var prentuð í bókarformi seinna þetta sama ár. Sem stendur er verið að prenta 64. upplagið. Jafnvel í dag er það enn stöðugt í eða nálægt toppi best seldu bóka á Amazon.com. Meðhöfundur bókarinnar var Herbert Warren Wind, og teikningarnar í henni eru eftir listamanninn Anthony Ravielli.
Leikstíll
Hogan er þekktur fyrir að hafa verið besti kylfingur allra tíma í golfslættinum. Slætti Hogan hefir verið lýst svo að hann hafi næstum verið af undraverðum kalíber og það segja menn sem eitthvað vita í sinn haus eins og Jack Nicklaus, sem aðeins sá til Hogan eftir blómskeið þess síðarnefnda. Nicklaus svaraði eitt sinn spurningunni: „Er Tiger Woods sá besti í boltaslættinum sem þú hefir séð? með „Nei, nei – Ben Hogan, þessi var létt.“
Tiger sjálfur lét hafa eftir sér að hann vildi að hann „ætti golfsveiflu sína,“ líkt og Moe Norman og Hogan áttu. Tiger hélt því fram að þessir tveir kylfingar (Moe Norman og Ben Hogan) væru einu kylfingarnir sem hefðu „átt golfsveiflur sínar,“ þar sem þeir höfðu fullkomna stjórn á þeim og þar af leiðandi boltafluginu.
Jafnvel þótt boltasláttur Hogan hafi e.t.v. verið sá besti sem nokkru sinni sást til á þessari jörð þá er Hogan líka þekktur fyrir að hafa stundum verið slakur púttari, mælt eftir standard atvinnumanna, sérstaklega á hægum flötum. Hann átti í meirihluta púttvandamála sinna eftir slysið 1949. Í lok ferils síns, stóð hann stundum yfir boltanum, stundum í nokkrar mínútur áður en hann tók pútterinn aftur. Það kom fram í sjálfsævisögu Hogan, „Ben Hogan: An American Life,“ að Hogan hefði skemmt í sér vinstra augað og að slæm sjón hefði aukið á púttvandræði hans. Síðan þjáðist hann af „yips“ (ósjálfráð hreyfing handa) á efri árum. Hogan var þekktur fyrir að vera skilvirkur púttari, snemma á ferli sínum, í stuttum og meðallengdarpúttum, sérstaklega á hröðum flötum s.s. sjást á Opna bandaríska.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024