Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (8/9) 13. grein af 24 um „The Match“
Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.
Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) en við verðum að átta okkur á því að Ben Hogan er svona einskonar Rory eða Tiger síns tíma. Hér fer næstsíðasti hlutinn í kynningunni á Hogan:
Í kvöld er ætlunin að rifja upp helstu verðlaun og heiðursviðurkenningar sem Hogan hlotnuðust:
▪ Hogan spilaði í tveimur Ryder Cup liðum f.h. Bandaríkjanna árin 1947 og 1951 og var fyrirliði 3 sinnum: 1947, 1949 og 1967, og hélt því fram s.s. frægt er orðið að hann hafi sett saman 12 bestu kylfinga heimsins í lið sitt. Þessi setning var notuð af síðari Ryder Cup fyrirliðanum Raymond Floyd, árið 1989. Árið 1989, hins vegar varð jafnt með liðunum hvort lið hlaut 14 stig á The Belfry og Ryder bikarinn varð eftir í Evrópu!!!)
▪ Hogan vann Vardon Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor þrisvar sinnum: 1940, 1941 og 1948. Árið 1953 vann Hogan the Hickok Belt, sem veitt er topp íþróttamanni (þ.e. af atvinnumönnum) í Bandaríkjunum.
▪ The Ben Hogan Award er árlega veitt af golffréttamannasambandi Bandaríkjanna (ens.: the Golf Writers Association of America) til kylfinga sem hafa haldið áfram að spila golf þrátt fyrir líkamlega hömlun eða erfiðan sjúkdóm. Þessi verðlaun voru fyrst veitt Babe Zaharias.
▪ Hogan var vígður í Frægðarhöll kylfinga 1974. Árið 1976 hlaut Hoga, the Bob Jones Award, sem eru æðstu verðlaun veitt af bandaríska golfsambandinu fyrir íþróttamannlega framgöngu.
▪ Sérstakt herbergi er til að heiðra feril Hogan, endurkomu og afrek í safni bandaríska golfsambandsins og Arnold Palmer Center for Golf History í Far Hills, New Jersey.
▪ Hogan var í 38. sæti á lista ESPN yfir 50 bestu íþróttamenn 20. aldarinnar árið 1999.
▪ Árið 2000, var Hogan sagður 2. besti kylfingur allra tíma í Golf Digest. Jack Nicklaus var sagður nr. 1 og Sam Snead nr. 3.
▪ Árið 2009, var Hogan sagður 4. besti kylfingur allra tíma af Golf Magazine. Jack Nicklaus var í 1. sæti, Tiger Woods í 2. sæti og Bobby Jones í 3. sæti.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024