Hver er kylfingurinn: Byron Nelson? (1/4) 15. grein af 24 um „The Match“
Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Byron Nelson var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Ben Hogan, sem þegar hefir verið kynntur) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem einnig hafa þegar verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.
Kynningin á Byron Nelson verður í 4 hlutum og fer 1. hlutinn hér í kvöld:
John Byron Nelson Jr. líka nefndur Lord Byron fæddist 4. febrúar 1912 og hefði því átt aldarafmæli í ár hefði hann lifað en Lord Byron dó 26. september 2006.
Byron Nelson spilaði á PGA Tour á árunum 1935-1946. Hann og tveir aðrir bestu kylfingar samtíðar hans voru fæddir innan 6 mánuða af hverjum öðrum þ.e. Ben Hogan og Sam Snead. Jafnvel þó Byron Nelson hafi unnið mörg mót á tiltölulega stuttum ferli sínum, þá er hann best þekktur fyrir að hafa sigrað 11 mót í röð og alls 18 mót árið 1945.
Byron Nelson hætti að spila 34 ára til þess að verða bóndi, en hann varð síðar golffréttamaður og ljáði PGA móti nafn sitt, en það mót er árlegur viðburður á PGA Tour enn þann dag í dag: HP Byron Nelson Championship. Þetta var fyrsta mótið á PGA Tour sem var nefnt eftir atvinnukylfingi.
Árið 1974 hlaut Byron Nelson, the Bob Jones Award, sem eru æðstu verðlaun sem veitt eru af bandaríska golfsambandinu (United States Golf Association) fyrir framúrskarandi íþróttamennsku í golfi.
Hann varð 2. kylfingurinn til þess að hljóta PGA Tour Lifetime Achievement Award árið 1997 og hlaut inngöngu í Frægðarhöll kylfinga árið 1974. Hann hlaut Old Tom Morris Award 1994 sem eru æðstu verðlaun veitt af hálfu sambandi golfvallarstarfsmanna (ens. the Golf Course Superintendents Association of America, GCSAA).
Byron Nelson hlaut gullmedalíu Bandaríkjaþings (ens.: Congressional Gold Medal) stuttu eftir dauða sinn 2006.
Æska og fyrstu sporin í golfinu
Byron Nelson fæddist í Waxahachie, Texas, sonur Madge Allen Nelson og John Byron Nelson, Sr. Foreldrar hans voru Byron mikil fyrirmynd hvað snertir kristilegt líferni. Foreldrar hans náðu líka bæði háum aldri, Madge Nelson varð 98 ára og eiginmaður hennar 77 ára. Madge var baptisti en John Byron eldri í öldungakirkjunni (ens. presbyterian). Byron Nelson eldri var í the Roanoke Church of Christ og Byron Nelson yngri var alla tíð í þeirri kirkjudeild allt fram til árisins 1987 þegar skipti um í Hilltop Church of Christ, Roanoke, en þar var hann frá 1989 till 2000 þegar hann skipti yfir í the Richland Hills Church of Christ í North Richland Hills, Texas síðasta hluta ævinnar.
Þegar Nelson var 11 ára fluttist fjölskylda hans til Fort Worth, þar sem hann rétt lifði af taugaveiki; missti m.a. helming líkamsþyngdar sinnar og gat ekki getið börn eftir það. Eftir skírn 12 ára, hóf hann að starfa sem kylfusveinn í Glen Garden Country Club. Um daga sína sem kylfusveinn sagði Byron m.a.: „Ég vissi ekkert um störf kylfusveina en það var ekki erfitt að læra. Hinir kylfusveinarnir vildu hins vegar ekki að nýir bættut við, því það þýddi að umsvif þeirra minnkuðu.“
Í grein um Nelson í Sports Illustrated kom m.a. fram að upphaflega hafi kylfusveinum ekki verið heimilt að spila í klúbbnum. Hann æfði oft að kvöldi til í myrkrinu og setti hvítan klút yfir holuna til þess að hann findi hana í myrkrinu. Klúbburinn breytti stefnu sinni síðar og stóð m.a. fyrir the Glen Garden Caddie Tournament, þ.e. móti kylfusveina þar sem hinn 14 ára Byron Nelson vann Ben Hogan, sem átti eftir að verða lifandi golfgoðsögn með 1 höggi eftir 9 holu umspil.
Árið 1934 var Byron Nelson farinn að vinna fyrir sér sem golfkennari í Texarkana, Texas, þegar hann hitti eiginkonu sína Louise Shofner, sem hann var kvæntur í 50 ár eða allt þar til hún dó árið 1985 úr tveimur hjartaáföllum.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024