Hver er kylfingurinn: Bernd Wiesberger?
Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sigraði fyrr í dag á Ballantine´s Championship í Blackstone golfklúbbnum í Icheon, Seúl, Suður-Kóreu, en mótið er hluti bæði af Evrópumótaröðinni og Asíutúrnum. En hver er þessi ungi Austurríkismaður?
Bernd Klaus Wiesberger fæddist í Vínarborg í Austurríki, 8. október 1985 og er því 26 ára. Í dag býr hann í Oberwart, í Austurríki. Það var pabbi hans sem kenndi Bernd golf. Sem áhugamaður vann Bernd Wiesberger mörg mót var m.a. austurískur meistari í höggleik á árunum 2004-2007 og austurrískur meistari í holukeppni 2004. Eins var hann unglingameistari 2004 og 2005. Hann var fulltrúi Austurríkis í Eisenhower Trophy, 2004 og 2006 og síðargreinda árið gerðist hann atvinnumaður í golfi, tvítugur.
Fyrst um sinn spilaði Wiesberger á Áskorendamótaröðinni þ.e. 2007 og 2008. Hann hlaut kortið sitt á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school árið 2009, en honum tókst ekki að halda því á nýliðaári sínu og sneri því aftur á Áskorendamótaröðina.
Árið 2010 vann hann 2 mót á Áskorendamótaröðinni: Allianz Golf Open de Lyon og Allianz Golf Open du Grand Toulouse, en við það varð hann 5. á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og hlaut aftur kortið sitt á Evrópumótaröðina fyrir 2011 keppnistímabilið. Fyrra mótið vann hann með aðstoð kaddýs Shane, sem hann fékk að láni hjá vini sínum, sem einnig er heldur betur að slá í gegn á Evrópumótaröðinni í ár, Branden Grace frá Suður-Afríku.
Heima í Austurríki er Bernd Wiesberger í Fontana golfklúbbnum, sem er nærri Vín.
Á árunum 2009, 2010 og 2011 var Wiesberger valinn íþróttamaður ársins í Burgenland í Austurríki og festi sig í sessi sem einn af bestu kylfingum Austurríkis, stöðu sem Markus Brier hafði áður verið einvaldur yfir (Brier er líka í Fontana golfklúbbnum í Vín).
Í fyrra varð Wiesberger 4 sinnum meðal 10 efstu á Evrópumótaröðinni, þ.á.m. tvívegis í 2. sæti. Hann varð í 64. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar (Order of Merit) og fékk því kortið sitt aftur fyrir 2012 keppnistímabilið.
Meðal helstu áhugamála Bernd Wiesberger eru internetið, íþróttir almennt og að horfa á kvikmyndir. Eins finnst honum eins og fjölmörgum Austurríkismönnum fátt skemmtilegra en að vera á skíðum, en ást hans á skíðaíþróttinni kostaði hann næstum ferilinn í golfinu 2003 þegar hann viðbeinsbrotnaði í skíðaslysi en sem betur fer greru öll bein.
Komast má á heimasíðu Bernd Klaus Wiesberger til þess að fræðast nánar um hann HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024