Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 20:30

Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker? (3. grein af 4)

Í gær var fjallað um frábært nýliðaár Brandt Snedeker á PGA Tour, þ.e. 2007.

Í kvöld verður fjallað um árin 2008-2010.

Snedeker byrjaði árið 2009 með því að verða T-10 á Mecedes-Benz Championship. Hann var T-9 á FBR Open í febrúar og T-8 á PODS Championship í mars. Snedeker varð í fyrsta sinn meðal efstu 10 á risamóti á the Masters 2008 þegar hann varð T-3. Hann fór inn í lokahringinn í 2. sæti, 2 höggum á eftir þeim sem sigraði mótið, Trevor Immelman, en Snedeker var því miður með hring upp á 77 högg. Eftir að deila 3. sætinu á Masters mótinu náði Snedeker nýjum hæðum á heimslistanum, náði að komast í 32. sætið. Snedeker lauk keppni meðal topp-10 annað sinn á risamóti á US Open, árið 2008 þegar hann varð T-9.  Afganginn af árinu strögglaði Snedeker við að viðhalda stöðugleika sínum fyrr á keppnistímabilinu og varð ekki aftur meðal 10 efstu í móti það sem eftir var keppnistímabilsins. Snedeker komst 19 sinnum í gegnum niðurskurð af 26 mótum sem hann tók þátt í 2008, varð 5 sinnum meðal 10 efstu, 7 sinnum meðal efstu 25 og vann sér inn $1,531,442 og lauk árinu í 34. sæti á FedEx Cup punktalistanum.

Snedeker átti erfitt 2009 og náði aðeins 14 sinnum að komast í gegnum niðurskurð af 26 mótum sem hann tók þátt í. Þar af náði hann ekki að komast í gegnum niðurskurð í 9 af 12 mótum sem hann lék í. Leikur hans batnaði um sumarið þegar hann varð tvisvar meðal efstu 5, T-5 á AT&T National, og síðan T-2 á  John Deere Classic.  Stuttu síðar fylgdu tveir aðrir topp-5 árangrar þ.e. á RBC Canadian Open og the Wyndham Championship. Þrátt fyrir að vera í góðu formi um miðbik keppnistímabilsins náði hann ekki niðurskurði í neinu af risamótum ársins. Einn þáttur sem olli óstöðugleika Snedeker árið 2009 var heilsa hans. Hann missti af 7 mótum í röð vegna meiðsla í rifbeinum. Snedeker lauk árinu í 55. sæti á peningalistanum.

Snedeker byrjaði keppnistímabilið 2010 með topp-10 árangri á Bob Hope Classic, sem hann fygldi eftir með 2. sæti á Farmers Insurance Open. Snedeker spilaði af stöðugleik allt keppnistímabilið og náði að komast í gegnum niðurskurð 8 sinnum í ráð út apríl. Hvað sem öðru leið missti hann síðan fimm af næstu 7 niðurskurðum og var ekki með einn einasta topp-25 árangur þar til á Opna bandaríska þegar Snedeker náði besta árangri sínum á Opna bandaríska, þ.e. T-8 árangri á Pebble Beach Golf Links. Restina af keppnistímabilinu spilaði hann stöðugt golf og varð tvisvar meðal topp-10 á Wyndham Championship og í lok ársins á FedExCup umspilinu þ.e. á Deutsche Bank Championship. Snedeker lauk árinu 2010 í 48. sæti peningalistans.

Heimild: Wikipedia