Hver er kylfingurinn: Carly Booth?
Hin skoska Carly Booth vann nú um helgina fyrsta titil sinn á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Það gerði hún á heimavelli, en mótið, sem hún vann, var Opna skoska. Þar áður var hún búin að sigra á Dinard Ladies Open, í Saint Briac Sur Mer, í Frakklandi, á LET Access Series, sama móti og Tinna Jóhannsdóttir tók þátt í. En hver er þessi ungi skoski kylfingur?
Carly fæddist í Comrie, Skotlandi 21. júní 1992 og verður því 20 ára á árinu. Hún veit það eflaust ekki en hún á sama afmælisdag og íslensk golfdrottning, þar sem er Ragnhildur Sigurðardóttir, GR. Reyndar er 21. júní mikill afmælisdagur kylfinga því aðrir frægir sem eiga afmæli þennan dag eru m.a. bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar og suður-kóreanski kylfingurinn Bae Sang-moon, sem er að slá í gegn á nýliðaári sínu á PGA í ár.
Wally, faðir Carly var áður rótari hjá Bítlunum og hlaut silfurverðlaun í Commonwealth Games glímukeppninni í Jamaica, árið 1966. Wallace eldri bróðir Carly (26 ára) er atvinnumaður í golfi og enn einn bróðir hennar, Paul (22 ára) er með Down´s syndrome, en varð eitt sinn m.a. breskur meistari í lyftingum.
Carly býr enn heima hjá foreldrum sínum í Comrie Perthshire í Skotlandi, en á landareign foreldranna er 15 holu golfvöllur, sem faðir hennar Wally, hannaði og skóp þegar eldri bróðir Carly, Wallace (24 ára) sýndi golfinu fyrst áhuga. Sex af brautunum eru flóðlýstar.
Carly hefir spilað golf frá 5 ára aldri, en þá fékk hún oft kylfur Wallace bróður síns lánaðar. Frá unga aldri hefir hún síðan verið undir handleiðslu bestu golfkennara m.a. Nick Faldo og Sandy Lyle.
Um fyrstu skref sín í golfinu sagði hún: “Ef pabbi hefði ekki byggt golfvöllinn þá myndi ég ekki vera þar sem ég er nú. Hann var rétt fyrir utan heimili mitt og ég fór bara og spilaði þar öllum stundum.”
Hún skerpti keppnisandann með því að taka þátt í mótum um allar Bretlandseyjar. Wally faðir hennar segir: “Ég fór með hana hvert á land sem var til þess að hún gæti bætt sig. Eðlisávísun hennar varð síðan til þess að hún fór að slá hvert metið á fætur öðru.”
Átta ára gömul varð hún yngsti kylfingur heims með fullorðisforgjöf (20); á 11 ára afmælisdaginn sigraði hún Dunblane Ladies titilinn í golfinu og varð þar með yngsti kvenmeistari í sögu Bretlands; 12 ára spilaði hún með (Sandy) Lyle í British Masters Pro-Am í Forest of Arden og sigraði; 14 ára tók hún þátt í fyrsta atvinnumannsmóti sínu, Opna skoska og lenti í 13. sæti (6 árum síðar, þ.e. í gær, varð hún sigurvegari mótsins.
Hún hefir sigrað í eftirfarandi mótum sem áhugamaður:
Titlar: 2007: sigur á European Young Masters; Skoskur meistari undir 18 ára; sigraði á Championship and Under-21 Open; 2006: sigur á undir 18 ára British Ladies’ Open; sigur á Duke of York Young Champions; sigraði á Opna skoska undir 16 ára.
Lið: 2008: Var í GB & I Curtis Cup liðinu; 2006: Var í liði Europe Junior Ryder Cup
Lægsta skor: 64 (Peterhead Golf Club)
Annað: Carly var í Team Faldo, sem er hópur framúrskarandi ungra kylfinga sem eru handvaldir af hinum sexfalda meistara risamóta, en þessi hópur hlýtur þjálfun og ráðgjöf hjá Nick Faldo; Carly Booth var skoskur meistari í fimleikum í flokki 9 ára og yngri.
Carly fluttist til Bandaríkjanna 2008, þar sem hún var fyrst (í 7 mánuði) í tímum hjá David Leadbetter. Þeim kom ekki saman þannig og því fann hún sér fjöskyldu í Superstition Mountain í Phoenix, Arizona sem hún fékk að búa hjá og stundaði á meðan nám í menntaskóla (Red Mountain High School). Þar æfði hún golf 3 tíma á dag.
Vegna búsetu sinnar í Bandaríkjunum hefir hún ekki getað verið í tímum hjá Nick Faldo, en lýsir tímum hjá honum sem ‘the best hour and a half ever’.
Markmið Carly Booth í golfinu hafa frá upphafi verið skýr. Þannig er haft eftir henni í viðtali við hana fyrir 2 árum: “Dag einn vil ég vera atvinnumaður sem nýtur velgengni og síðan sú besta í golfinu í heiminum. Ég veit ekki hversu lengi það mun taka að ná þeim árangri en þetta er raunhæft markmið. Ég hata að tapa….”
Carly virðist á góðri leið með að láta markmið sín rætast!
Hluti þessarar greinar greinarhöfundar hefir áður birtst á iGolf, í mars 2010.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024