Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2014 | 07:50

Hver er kylfingurinn: Charley Hull?

Charley Hull, sem aðeins er 17 ára sigraði á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröð kvenna nú um helgina; Lalla Meryem mótinu í Marokkó, sem fram fór samhliða Trophée Hassan II, mótinu hjá körlunum á Evrópumótaröð karla í Marokkó. Hún gerði það með tilþrifum; knúði fram bráðabana við hina frönsku Gwladys Nocera með glæsihring upp á 62 högg og sigraði síðan á 1. holu bráðabanans.

Solheim Cup stjarnan Charley Hull

Solheim Cup stjarnan Charley Hull

En hver er þessi ungi enski kylfingur, Charley Hull?

Charley fæddist 20. mars 1996 í Kettering á Englandi. Hún byrjaði í golfi aðeins 5 ára og er félagi í Woburn golfklúbbnum í Kettering. Hún gerðist atvinnumaður 1. janúar 2013 aðeins 16 ára.

Charley er 1,65 að hæð, ljóshærð og bláeygð.  Hún á ættir að rekja til Póllands s.s. kom fram í ítarlegu viðtali við hana sem Golf 1 birti um jólín s.l. (Sjá hér CHARLEY 1     CHARLEY 2     CHARLEY 3      CHARLEY 4     CHARLEY 5)

Charley átti býsna farsælan áhugamannaferil.  Þegar Charley var 13-16 ára sigraði hún m.a. á eftirfarandi mótum: The Leveret, Hampshire Rose, Woburn GC Ladies Club Ch’ship (setti nýtt vallarmet 8 undir pari), ID Jones / Doherty Ch’ship Florida, Welsh Open meistari í höggleik, enskur meistari í höggleik , Harder Hall Invitational, Flórida.

Meðal hápunkta á ferli hennar til gærdagsins var eftirfarandi: að spila á Kraft Nabisco risamótinu, verða í 3. sæti á heimslista áhugamanna 2012, vera með í Curtis Cup liði Breta&Íra, 2012.  Reyndar var það nú þá sem (golf)heimsathyglin fór að beinast að Charley því breska kvengolfsambandið ætlaði að banna henni að taka þátt þar sem hún þáði boð um að spila í Kraft Nabisco risamótinu, sem stangaðist á við æfingu fyrir Curtis Cup, sem Charley var búin að skrifa undir að hún ætlaði að mæta á.  Margar eldri, reyndari golfgyðjur urðu til þess að hneykslast opinberlega á hvernig komið var fram við Charley, m.a. Laura Davies og Catriona Matthews og svo fór að Charley fékk að spila í Curtis Cup.  Á þeim tímapunkti var Charley aðeins 15 ára.  Sjá umfjöllun Golf 1 um Charley þá með því að smella hér CHARLEY 1  CHARLEY 2

Catriona varð síðan liðsfélagi Charley þegar hún var valin í Solheim Cup lið Evrópu 2013, þar sem Charley var yngst allra. Sjá umfjöllun Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:

Loks mætti geta að meðal helstu áhugamála Charley er eftirfarandi: Kvikmyndir, Facebook, Twitter og að sósíalisera.