Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2019 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Esther Henseleit?

Þýski kylfingurinn Esther Henseleit átti frábæran endi á nýliðaári sínu á Evrópumótaröð kvenna, sigraði á Magical Kenya Ladies Open; setti vallarmet í Vipingo Ridge, hjá Mombassa í Keníu, var valin nýliði ársins 2019 og varð auk þess stigameistari. Í tveimur orðum sagt: Frábær árangur!!!

En Henseleit er ekki meðal þekktustu kylfinga, hver er kylfingurinn Esther Henseleit kunna sumir að spyrja?

Esther Henseleit

Esther Henseleit er ung, fædd 14. janúar 1999 í Varel, Niedersachsen, Þýskalandi og því aðeins 20 ára.

Sem stelpa spilaði Henseleit í Golfclub am Meer, en fyrir 6 árum (2013) þegar hún var 14 ára skipti hún um klúbb og er nú í Hamburger Golf-Club, Falkenstein. Frá árinu 2014 hefir hún verið í þýska kvennalandsliðinu í golfi.

Árið 2016 vann þýska landsliðið bronsið í alþjóðakeppni áhugamannaliða kvenna. Árið 2017 var Henseleit valin í Junior Solheim Cup.

Árið 2018 varð Henseleit þýskur kvenmeistari í golfi, sem og að vann hún ásamt klúbbfélögum sínum unnu mót klúbbliða og í framhaldinu European Ladies Club Trophy.

Henseleit lauk áhugamannsferli sínum þegar hún varð tvítug á þessu ári þ.e. í janúar 2019 með einstöku forgjöfinni + 7.1.

Esther Henseleit

Eftir að hafa orðið í 3. sæti á Q-school LET 2018 var hún með fullan spilarétt á LET 2019. Árið 2019 tók hún þátt í 19 mótum á LET og LET Access.

Í þeim mótum sem hún tók þátt í varð hún 10 sinnum meðal 10 efstu, þar af 1 sinni T-2; 3 sinnum í 2. sæti og 2 sinnum í 1. sæti!!!

Auk sigur síns á LET mótinu Magical Kenya Ladies Open sigraði hún á Skaftö Open á LET Access mótaröðinni. Í maí 2019 komst Henseleit auk þess á US Women´s Open.

Hér er næsti kvennagolfssnillingur í startholunum og verður gaman að fylgjast með Henseleit 2020 og í framhaldinu.