Hver er kylfingurinn: Greg Chalmers?
Greg Chalmers sigraði glæsilega á Australian PGA Championship s.l. helgi og helgina þar áður sigraði hann á Opna ástralska. Nú í desember mun hann reyna að vinna Australian Masters og taka þar með áströlsku þrennuna. En hver er þessi klári, kylfingur, sem svo lítið hefir borið á hérna megin hnattar?
Greg J. Chalmers fæddist í Sydney 11. október 1973 í Sydney, Ástralíu og er því 38 ára og á sama afmælisdag og á því sama afmælisdag og t.d. Michelle Wie og Heiða Guðna og fleiri frægir kylfingar, en 11. október virðist vera mikill afmælisdagur góðra kylfinga.
Árið 1993 sigraði hann á Australian Amateur og árið 1994 vann hann French Amateur. Chalmers gerðist atvinnumaður í golfi 1995 og vann m.a. 4 sinnum í Ástralíu næstu ár, þ.á.m. Opna ástralska árið 1998. Í Evrópu sigraði hann Challenge Tour Championship á Áskorendamótaröðinni 1997 og varð í 25. sæti á Order of Merit Evróputúrsins 1998. Sama ár varð hann í 4. sæti á Q-school PGA og hlaut þar með kortið sitt fyrir keppnistímabilið 1999.
Besti árangur Chalmer á PGA Tour er 2. sætið árið 2000 á Kemper Insurance Open og 2. sætið 2009 á Buick Open. Vegna slaks tímabils 2004 missti hann kortið sitt á PGA en vann árið 2005 Albertsons Boise Open á Nationwide Tour og komst aftur á PGA, 2006. Árið 2006 var Chalmers erfitt og hann komst aðeins 8 sinnum í gegnum niðurskurð og náði ekki að endurnýja kortið og spilaði á Nationwide Tour 2007 og 2008.
Greg Chalmers varð í 8. sæti á peningalistanum 2008 og fékk aftur kortið sitt á PGA fyrir keppnistímabilið 2009. Chalmers hefir síðan haldið korti sínu á PGA.
Eftir sigra sína á Australian PGA Championship og Opna ástralska í nóvember 2011 hækkaði Greg Norman á heimslistanum og er nú í 63. sæti.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024