Hver er kylfingurinn: Ha-Neul Kim?
Ha Neul Kim leiðir á 3. risamóti ársins, US Women´s Open eftir 1. dag, er 1 höggi á undan nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park. Ha Neul er fremur óþekkt nafn hérlendis, þannig að spurning er hver þessi fallegi kylfingur frá Suður-Kóreu sé?
Ha Neul Kim er fædd 17. desember 1988 og er því 24 ára. Hún komst fyrst á kóreanska LPGA árið 2007, þá 18 ára en hefir einkum blómstrað s.l. 2 ár, með því að hún hefir verið leiðandi á peningalista KLPGA. Hún vakti fyrst athygli á sér fyrir fegurð, en hún þykir óvenjufalleg og eins fyrir klæðaburð, en einkennislitur hennar er heiðblár en Ha-Neul þýðir einmitt heiðblá á kóreönsku. En síðast en ekki síst er Ha-Neul frábær kylfingur. Alls hefir Ha-Neul sigrað 7 sinnum á KLPGA, m.a. á einu risamóti í Kóreu.
Á fyrsta ári sínu á KLPGA varð hún 6 sinnum meðal 10 efstu í mótum, sem nægði til að hún var valin nýliði ársins í Kóreu.
2008 var ár Ha-Neul á margan hátt. Hún hóf keppnistímabilið með því að landa 3. og 6. sæti í mótum en aðeins á 3. móti ársins, Phoenix Park Classic náði hún 1. sigri sínum á KLPGA. Aðeins nokkrum vikum síðar bætti hún við 2. sigri sínum á KLPGA, þ.e. á Hill State SeoKyung Open mótinu. Hún þótti á þessum tíma vera 2. besti kvenkylfingur í Kóreu á eftir Jiyai Shin (fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum). En þá birtist á sjónarsviðinu enn annar frábær kvenkylfingur frá Suður-Kóreu, Hee Kyung Seo, sem vann 3 mót í röð og var mikið gert úr samkeppni þeirra beggja Ha-Neul og Hee Kyung í kóreönskum fjölmiðlum. Þær öttu m.a. kappi í Skinnaleik, þar sem Ha-Neul var pöruð með bandaríska PGA leikmanninum Anthony Kim en Hee Kyung fékk frægan kappa af KPGA sem félaga sinn. Anthony og Ha-Neul unnu. Ha-Neul vann líka 3. mót sitt 2008 SK Energy Invitational og náði 2. sætinu á peningalistanum en Seo bætti um betur og vann 4. titil sinn á árinu og þannig skiptust þær á um að vera í 2. sæti peningalistans í Kóreu.
Kyung Seo hafði betur 2008 og Ha Neul varð að láta sér lynda 3. sætið á peningalista KLPGA það árið.
Árið 2009 var ekki gott keppnistímabil fyrir Ha Neul en hún átti í vandræðum með óstöðuga sveiflu sína af teig. Hún vann ekkert 2009 en varð 7 sinnum meðal 10 efstu í mótum það ár og varð í 7. sæti peningalistans. Hún spilaði líka í nokkrum mótum LPGA en náði t.a.m. hvorki niðurskurði í SBS Open eða Kraft Nabisco og varð síðan meðal 30 efstu á Hana Bank Championship.
Slæma kaflanum var ekki lokið fyrir Ha Neul 2010 en þá var hún aðeins í 21. sæti á peningalistanum þrátt fyrir að hafa 3 sinnum verið meðal efstu fjögurra í mótum. En leikur hennar fór batnandi eftir því sem leið á árið 2010.
Það leit allt út fyrir að Ha Neul væri komin aftur 2011 þegar hún varð í 8. sæti á móti í apríl – hún vann fyrsta mótið sitt í meira en 2 ár og spilaði vel var nokkrum sinnum meðal 10 efstu í mótum en… náði þess á milli ekki niðurskurði. Hún varð líka í 13. sæti á Hana Bank mótinu, sem var besti árangur hennar fram til þessa í LPGA móti. Stærsta afrek Ha-Neul kom í Hite Cup, sem er 3. risamót ársins á KLPGA. So Yeon Ryu leiddi þá peningalistan og var líka þáverandi meistari US Women´s Open. Hún leiddi á Hite Cup fyrstu tvo dagana, en það var samt Ha-Neul Kim sem stóð uppi sem sigurvegari í fyrsta risamóti sínu í lok dags! Frá þeim tímapunkti fór stjarna Ha-Neul rísandi. Hún varð m.a. í 2. sæti í lokarisamóti ársins á KLPGa, KB Financial Star Championship og vann 3. titlil sinn á árinu á EDaily KYJ Golf Women’s Open, en tapaði síðan í bráðabana gegn Young Ran Jo í lokamóti ársins. En árið 2011 var Ha-Neul gott, hún var í fyrsta sinn í 1. sæti á peningalista KLPGA, hún var valin leikmaður ársins og valin vinsælasta golfstjarna Kóreu af áhangendum. Hún hafði yfirburði á öllum sviðum á lokahátið KLPGA 2011, hún var ný golfdrottning Kóreu.
Ha-Neul Kim hóf árið 2012 næstum jafnvel og hún hafði lokið við árið 2011. Á fyrsta móti ársins hjá henni, RACV Australian Ladies Masters, átti hún hringi upp á 65-64-67 og var nálægt sigri, en varð að sætta sig við T-2 árangur, sem þó var besti árangur hennar fram til þessa utan KLPGA. Hún var aðeins í 24. og 20. sæti í næstu tveimur mótum sínum á LPGA og varð síðan T-11 á Kraft Nabisco risamótinu, besta árangri hennar í risamóti utan KLPGA.
Ha Neul hélt áfram að spila vel á KLPGA hún var 4 sinnum meðal efstu 5 í mótum, en sigraði ekkert. Hún stóð í skugga nýrrar kóreanskrar stjörnu sem kem fram á þessum tíma, Char Young Kim sem sigraði 2 sinnum á KLPGA og eins 16 ára áhugamanns Hyo Joo Kim, sem hlaut alla athygli á Lotte Mart Women´s Open í Kóreu. En á 2. helmingi keppnistímabilsins gekk Ha Neul betur. Hún vann eina sigur sinn þetta keppnistímabil the Rush & Cash Charity Classic og var enn á ný á toppi peningalistans og auk þess með besta meðaltalsskorið, en var ekki valin leikmaður ársins þetta skiptið.
Meðal markmiða Ha Neul þetta árið 2013 er að verða efst á peningalista KLPGA 3. árið í röð og endurheimta þar með titilinn um leikmann ársins. Spurningin er aðeins hvort henni takist í millitíðinni að sigra á 3. risamóti ársins á LPGA? … hún byrjar nú nógu vel!
Loks mætti geta þess að meðal helstu styrktaraðila Ha Neul eru kortafyrirtækið BC Cards og franski sportvörurisinn Le Coq Sportif. Eins hefir Ha Neul setið fyrir hjá Men´s Heath Magazine.
Sjá má auglýsingu sem Ha Neul lék í fyrir Le Coq Sportif með því að SMELLA HÉR (Ha Neul er í ljósbláu) og eins má sjá hana í auglýsingu fyrir nokkuð sem heitir Birdie Phone með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024