Amateurs Hannah Green and Curtis Luck have earned starts in the Victorian Open. Picture: Steve Ferrier The West Australian.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2019 | 07:00

Hver er kylfingurinn: Hannah Green?

Hannah Green er ástralskur kylfingur sem er efst eftir 1. dag á 2. rismóti ársins hjá konunum, KPMG Women´s PGA Championship.

En hver er hún þessi Hannah Green – hver er kylfingurinn?

Hannah Green fæddist 20. desember 1996 og er er því aðeins 22 ára.

Hún byrjaði ung að spila golf einkum vegna þess að pabbi hennar spilaði golf, en hún lítur mjög upp til hans.

Í dag er Green í ástralska landsliðinu í golfi og hefir verið á LPGA frá árinu 2018, en í fyrra náði hún niðurskurði í 14 mótum af 24, sem hún tók þátt í og var í 5. sæti af þeim sem komu til greina að verða nýliðar ársins á LPGA 2018.

Hins vegar var Green árið 2017 valin nýliði ársins á Symetra Tour, en þar sigraði hún í 3 mótum: Sara Bay Classic, Murphy USA El Dorado Shootout og IOA Golf Classic

Meðal áhugamála Green er að fara í ræktina, horfa á kvikmyndir og fara í verslunarleiðangra..