Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (5. grein af 12)
PGA Tour ferill Jack Nicklaus
Fyrstu árin sem atvinnukylfingur 1962–63 (áframhald)
Fyrsti sigur Jack, sem atvinnukylfings, kom í 17. tilraun þegar hann sigraði þann sem flestir veðjuðu á, Arnold Palmer, sunnudaginn í umspili í Oakmont (Kaliforníu) á Opna bandaríska rismótinu, árið 1962. Áhorfendur studdu Arnie, sem alist hafði upp þar í nágrenninu með háværum köllum en engu að síður hafði Jack betur; sigraði með 3 höggum (71 74). Í þessu 90 holu móti (umspilið var 18 holu) þrípúttaði Jack aðeins 1 sinni. Með þessum sigri sínum varð Jack sigurvegari á Opna bandaríska risamótinu og sigurvegari á US Amateur sama árið. Því til viðbótar var Jack, þá 22 ára, yngsti sigurvegari á Opna bandaríska frá því Bobby Jones vann 21 árs, árið 1923 og hefir verið sá yngsti allt frá 1962. Sigurinn á Opna bandaríska varð til þess að Jack komst á forsíðu Time Magazine. Þarna upphófst líka Nicklaus-Palmer samkeppnin sem laðaði áhorfendur að tækninýjunginni, sem sjónvarpið var á þessum árum.
Í lok árs (1962) hafði Jack sigrað í 2 öðrum mótum; sem unnust í röð (Seattle Open og Portland Open). Hann varð T-3 í fyrstu tilraun sinni á PGA Championship risamótinu.
Jack Nicklaus lauk keppnistímabilinu 1962 með verðlaunafé upp á $60,000 og náði niðurskurði í öll skipti (26 í 26 tilraunum) og þarf af varð hann 16 sinnum meðal 10 efstu í mótunum, sem gerði það að verkum að hann varð í 3. sæti á peningalista PGA Tour og hlaut titilinn nýliði ársins (ens. Rookie of the Year). Hann vann líka fyrsta mót World Series of Golf, þar sem aðeins tóku þátt sigurvegarar risamóta 1962 og hlaut $50,000 fyrir sigurinn (féð var óopinbert verðlaunafé – þ.e. það taldi ekki á peningalistanum).
Árið 1963 vann Jack 2 af 4 risamótanna; Masters og PGA Championship. Með þessum sigrum varð hann yngsti sigurvegari þess tíma á Masters og 3. yngsti sigurvegari PGA Championship og þessir sigrar komu á 2. ári hans sem atvinnukylfings. Fyrr á árinu 1963 meiddist Jack á mjöðm þegar hann sló aðhögg úr röffi – meiðsl sem áttu eftir að há honum á síðari árum. Það er kaldhæðið en Jack telur þessi meiðsl hafa hjálpað sér að breyta sveiflu sinni fyrir Masters 1963, þannig að hann átti auðveldara með „draw” högg (sem eru nauðsynleg í Augusta). Árið 1963 vann Jack 3 önnur mót þ.á.m. Tournament of Champions og varð í 2. sæti á peningalistan PGA Tour með yfir $100,000 í verðlaunafé. Hann og Arnie voru saman í liði, sem fulltrúar Bandaríkjanna, þegar þeir unnu Canada Cup (sem nú er betur þekkt sem World Cup of Golf) í Frakklandi. Mótið var stytt í 63 holu mót vegna dimmrar þoku. Jack var með lægsta skor allra þátttakenda mótsins.
Frami í viðskiptum
Jack reis svo skjótt á stjörnuhimininn eftir að gerast atvinnukylfingur að hann fékk marga styrki og auglýsingasamninga. Ýtt var undir þessi viðskiptatækifæri af Mark McCormack, sem var einnig umboðsmaður Arnie og Gary Player. Golf óx hratt í vinsældum og fjölmiðlaumfjöllun snemma árs 1960, einkum vegna spils stjarnanna (og nú golfgoðsagnanna) þriggja og einkum vegna ákveðins stíls Arnie og geysimikilla vinsælda, sem gerðu hann að auðmarkaðssetjanlegasta íþróttamanni heims. Þessi markaðssetning og samtök sem stofnuð var í kringum það markaði upphaf stofnunarinnar sem varð þekkt sem International Management Group og IMG, sem byggði upp frá grunni alla golfumboðsmennsku, fór síðan út í umboðsmennsku fyrir aðrar íþróttagreinar. Palmer-Nicklaus-Player samtökin þróuðust í það sem í dag er nefnd „Hinir 3 stóru” (ens. Big Three) í golfi. McCormack kom því á að sjónvarpssendingar hófust frá golfmótum um allan heim þar sem stjörnurnar 3 spiluðu, en þættirnir nefndust Big Three Golf og voru sýndir (í Bandaríkjunum) snemma á 7. áratug síðustu aldar. Nicklaus fór frá IMG snemma á 8. áratugnum og kom sér upp eigin umboðsskrifstofu: Golden Bear Inc.
1964–67: framhald á glæsilegu (golfi)
Þrátt fyrir að vinna engin risamót 1964 (Jack varð þrisvar í 2. sæti) þá var hann efstur á peningalista PGA Tour í fyrsta sinn á ferli sínum, en engu að síður með mjóum mun (innan við $100 dollara) þ.e $81.13 umfram Arnie Palmer. Á Opna breska á St. Andrews setti Jack nýtt met fyrir lægsta skor á síðustu 36 holum 66-68 í hvassviðri (en þetta var í fyrsta sinn í sögu mótsins, sem spilað hafði verið undir 70 á síðustu 2 hringjum.
Engu að síður dugði það ekki til sigurs í mótinu; Jack varð í 2. sæti á eftir Tony Lema. Jack setti líka met fyrir lægsta skor á lokahring á PGA Championship upp á 64 högg (Brad Faxon sló það met síðan 1995, þegar hann spilaði á 63), en var 3 höggum á eftir meistaranum Bobby Nichols, sem setti nýtt met í samanlögðu skori upp á 271 högg.
Hér má sjá sjaldgæft myndskeið af leik Tony Lema, Jack Nicklaus og Arnold Palmer: JACK NICKLAUS 1964
Í 31 móti um allan heim árið 1964 sigraði Nicklaus 6 sinnum, varð 7 sinnum í 2. sæti, varð í 21 skipti meðal efstu 5 og eins 21 sinnum meðal efstu 10 og komst aðeins 1 sinni ekki í gegnum niðurskurð.
Jack og Arnie vörðu líka titil sinn í heimsbikarnum, (ens.: World Cup) og enn og aftur var Jack sá kylfingur, sem var á lægsta skorinu.
Nicklaus sigraði á Masters árin 1965 og 1966 og varð við það sá fyrsti til að sigra mótið 2 ár í röð og sá yngsti sem vann það tvívegis og síðan þrívegis. Hann sló met Ben Hogan um lægsta skor eftir 72 holur upp á 274, sem hann setti 1953, um 3 högg, þ.e. var á 271 högga samtals skori á Masters 1965. Raymond Floyd jafnaði met Jack, 1976, Tiger Woods sló metið 1997, var á 270 höggum, en þess ber að geta að búnaður Tiger var mun fullkomnari en þegar Jack setti met sitt.
Í (Masters) mótinu 1965 hitti Jack 62 af 72 flötum „in regulation” og var með samtals 123 pútt, en þ.á.m. var aðeins eitt þrípútt. Þetta var nógu gott skor til þess að sigra Arnie og Gary með 9 högga mun en þessi munur var met á sínum tíma og stóð allt þar til að Tiger sigraði með 12 högga mun á næsta keppanda 1997. Hringur vikunnar var sá þriðji þar sem Jack spilaði skollafrítt og fékk 8 fugla. Það var þessi hringur sem Jack var að vísa til þegar hann sagði: „Ég hafði aldrei, hvorki fyrr en síðar spilað eins góðan og fullkomin golfhring á risamóti og ég spilaði á Masters 1965.” Jack jafnaði með þessum hring met Lloyd Mangrum frá árinu 1940, í Masters og stóð allt þar til Nick Price sló metið 1986 og var á 63 höggum.
Það var á þessum tíma sem Bobby Jones sagði að Nicklaus léki golf sem hann einfaldlega kannaðist ekki við; Jones sagði að skor Nicklaus væri „besta frammistaða í allri golfsögunni.” (Innskot: Það er rétt hægt að ímynda sér hversu vænt Jack Nicklaus hefir þótt um þessi ummæli þar sem Bobby Jones var alla tíða helsta átrúnaðargoð og fyrirmynd hans).
Eftir met Nicklaus árið 1965 voru gerðar nokkrar minniháttar breytingar á Augusta National til þess að gera völlinn erfiðari. Þrátt fyrir breytingarnar og erfitt veður alla keppnisdagana 1966, þá varði Jack titil sinn, var á pari samtals 288 höggum, á 17 högga hærra skori en árið áður. Hann sigraði í 18 holu umspili við Gay Brewer og Tommy Jacobs með hring upp á -2 undir pari. Jack var efstur á peningalista PGA Tour aftur 1965, með mikinn mun á Tony Lema (sem var í 2. sæti). Nicklaus og Lema spiluðu saman í heimsbikarnum, 1965, sem fram fór í Madríd á Spáni, en vörðu ekki titilinn, þar sem Suður-Afríka vann. Samantekið keppti Jack í 28 mótum um allan heim, þar af sigraði hann 5 sinnum, varð 7 sinnum í 2. sæti og var 19. sinnum meðal efstu 5 og 23 sinnum meðal efstu 10 og náði öllum niðurskurðum.
Árið 1966 vann Jack Opna breska, sem þá fór fram í Muirfield í Skotlandi í mjög slæmu veðri, þar sem hann notaði dræver aðeins 17 sinnum vegna mjög þétts karga. Þetta var eina risamótið sem honum hafði ekki tekist að sigra á til þess tíma. En það breyttist á 1966 Opna breska risamótinu, þar sem hann varð sá yngsti, 26 ára (á 5. ári sínu á túrnum) og sá eini eftir Gene Sarzen, Ben Hogan og Gary Player til þess að sigra öll 4 risamótin, en það nefnist að taka Career Slam. Tiger sló það met Jack, en hann var 24 ára, árið 2000, einnig á 5. ári sínu á túrnum.
Jack tókst að afreka það að ná tvöföldu „Career Slam” árið 1971 og þrefalt „Career Slam” árið 1978, þegar ahnn vann öll 4 risamótin fyrst tvívegis og síðan þrívegis.
Nicklaus var hluti af sigurliði Bandaríkjanna á heimsbikarsmótinu (ens.: World Cup) í Japan. Árið 1966 lauk Jack við að spila á 22 alþjóðlegum mótum, þar sem hann vann 4 sinnum, varð 4 sinnum í 2. sæti, varð 14 sinnum meðal 5 efstu og 16 sinnum meðal topp-10 og komst í gegnum alla niðurskurði.
Árið á eftir vann hann 2. Opna bandaríska risamótstitil sinn á Baltusrol og sló met Hogan um1 högg í samanlögðu skori á 72 holum, spilaði á samtals 275 höggum. Jack hitti 61 af 72 flötum „in reglulation”. Hann lauk mótinu með dramatísku 238 yarda höggi inn á 72. flötina, upp í móti í vindi og léttri rigningu á 72. flötina […] og setti niður 22 feta (6,7 metra) fuglapútt og lauk seinni 9 á 30 og hringnum á 65 höggum og sigraði Arnie með 4 höggum. Jack og Arnie voru einu kylfingarnir sem „breakuðu” par í þessari viku. Hann varð einnig í 2. sæti á Opna breska og í 3. sæti á PGA Championship eftir að verða fyrstur úr leik í umspili um 1. sætið við Don January og Don Massengale.
Árið 1967 leiddi Jack Nicklaus í 3. sinn á peningalista PGA. Seinna þetta ár (1967) sigruðu Arnie og Jack í heimsbikarnum í Mexico City með 13 höggum á næsta lið. Jack lauk við að spila í 24 mótum 1967, sigraði 5 sinnum, varð 4 sinnum í 2. sæti, 14 sinnum meðal efstu 5 og 16 sinnum meðal topp-10 og komst aðeins 1 sinni ekki í gegnum niðurskurð.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024