Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Jordan Spieth?

Fred Couples valdi í gær hinn unga Jordan Spieth, sem í byrjun árs spilaði á undanþágu og í boði styrktaraðila á PGA Tour, en hlaut síðan fullan keppnisrétt á PGA Tour eftir sigur á John Deere Classic mótinu, í Forsetabikarslið sitt, en Bandaríkjamenn leika að þessu sinni á heimavelli á Muirfieldvelli í Dublin, Ohio.

Margir þekkja lítið til hins 20 ára Spieth, sem á skömmum tíma hefir risið upp á stjörnuhimininn í bandaríska golfheiminum. Hver er kylfingurinn Jordan Spieth kunna menn að spyrja?

Jordan Spieth

Jordan Spieth

Áhugamennskan

Jordan Spieth fæddist í Dallas, Texas, 27. júlí 1993 og er því nýorðinn 20 ára. Spieth átti glæsilegan feril sem áhugamaður. Hann vann t.a.m. US Junior Amateur árin 2009 og 2011 og er ásamt Tiger Woods, sá eini sem sigrað hefir tvívegis á mótinu. Áður en hann varð 18 ára í júlí 2011 var hann nr. 1 á Polo golfstigalistanum, sem kveður á um hverjir séu bestu unglingar í golfi í Bandaríkjunum.  Spieth sem sigraði US Junior Ameteur 2009 og 2011 eins og sagði varð einnig í 2. sæti í Junior PGA Championship árin 2008 og 2009.  Þetta varð m.a. til þess að hann var valinn Rolex kylfingur ársins meðal unglinga í Bandaríkjunum árið 2009.

Í kjölfarið hlaut Spieth undanþágu til þess að spila á HP Byron Nelson Championship á PGA Tour á árinu 2010. Þetta var fyrsta undanþágan á sínum tíma sem veitt var áhugamanni frá árinu 1995.  Þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar sem hlotið hafa slíkar undanþágur sem áhugamenn og reyndar aðeins 3 á undan Spieth, sem hafa fengið þær en það eru Trip Kuehne árið 1995 og Justin Leonard og Tiger Woods árið 1993. Spieth náði niðurskurði í mótinu og varð á þeim tíma 6. yngsti kylfingurinn til þess að ná niðurskurði á PGA Tour móti.  Spieth deildi 7. sætinu eftir 3. hring en lauk mótinu með því að deila 16. sætinu, sem er stórglæsilegur árangur.  Spieth var á grundvelli góðrar frammistöðu veitt annað tækifæri árið eftir til þess að spila í mótinu og aftur náði hann niðurskurði en lauk að þessu sinni keppni T-32 þ.e. deildi 32. sætinu með öðrum kylfingum.

Eins og segir fæddist Spieth í Dallas, Texas og ólst þar upp.  Hann var í St. Monica Catholic School og  Jesuit College Preparatory School, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2011. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu meðthe Longhorns þ.e. golfliði the University of Texas. Spieth í  Walker Cup liði Bandaríkjanna 2011, og spilaði í 3 af 4 umferðum þar sem hann hélt jöfnu í fjórmenningsleikjum sínum og vann báða tvímenningsleiki sína.

Sem busi í University of Texas vann Spieth 3 mót og var með lægsta meðaltalsskor liðs síns. Það er óhætt að segja að það hafi verið Spieth að þakka að liðið vann NCAA Championship og var hann í kjölfarið valinn í All-Big 12 liðið, hann var valinn Big 12 busi ársins og jafnframt leikmaður ársins og var valinn í first-team All-American (heiður sem honum hlotnaðist, að þykja meðal þeirra bestu yfir öll Bandaríkin).

Spieth hlaut keppnisrétt á Opna bandaríska risamótinu árið 2012, þar sem hann var fyrsti maður inn eftir að Brandt Snedeker dró sig úr mótinu. Hann varð T-21 og með lægsta skor áhugamanna. Við þennan glæsiárangur varð Spieth nr. 1 af áhugamönnum á heimslista áhugamanna (ens. World Amateur Golf Ranking) en helsti keppinautur hans Patrick Cantlay hafði þá gerst atvinnumaður.

Atvinnumennskan

Þegar Spieth var aðeins hálfnaður með 2. ár sitt í háskóla gerðist hann atvinnumaður í desember 2012, þá aðeins 19 ára. Hann skrifaði undir styrktar- og auglýsingasamning við Under Armour í janúar 2013 og gerði samskonar samning við BioSteel Sports Supplements í mars.

Jordan Spieth

Jordan Spieth eftir sigurinn á John Deere Classic

Árið 2013
Spieth byrjaði árið og keppnistímabilið ekki vel en hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Farmers Insurance Open í Torrey Pines í janúar. Í mars hins vegar komst Spieth 3 sinnum í gegnum niðurskurð; hann varð í 2. sæti (T-2) á Puerto Rico Open og T-7 á Tampa Bay Championship. Hann nældi sér í enn annan topp-10 árangur í apríl á RBC Heritage, þar sem hann varð T-9.  Spieth hlaut sérstaka tímabundna aðild að PGA Tour, þar sem hann gat nýtt sér ótakmarkað undanþágur styrktaraðili til þess að taka þátt í PGA Tour mótum.

Það var síðan 14. júlí sem Spieth sigraði á John Deere Classic eins og áður sagði í 3 manna bráðabana á 5. holu, þar sem hann vann félaga sinn í Forsetabikarnum Zach Johnson og David Hearn í umspili og hlaut að sigurlaunum tékka upp á $ 828.000 (eða u.þ.b.  120 milljónir íslenskra króna).  Spieth varð 4. yngsti sigurvegari á PGA Tour og fyrsti táningurinn í 82 ár til að sigra á PGA Tour, en þeim síðasta sem það tókst var Ralph Guldahl á Santa Monica Open árið 1931.  Spieth setti niður úr flatarglompu á 72. holu til þess að komast í bráðabanann. Sjá með því að SMELLA HÉR:   Með sigrinum hlaut Spieth fullan keppnisrétt á PGA Tour og fær m.a. að spila í FedEx Cup þar sem hann var eftir sigurinn í 11. sæti FedExCup stigalistans. Hann fékk þar að auki þátttökurétt á 3 risamótum: Opna breska 2013, PGA Championship og The Masters. Við sigurinn komst hann einnig í 59. sæti heimslistans.

Aðeins 5 vikum eftir fyrsta sigur sinn var Spieth næstum búinn að hala inn 2. sigri sínum á PGA Tour á Wyndham Championship, þar sem hann tapaði fyrir sigurvegaranum í umspili. Með þessum 2. sætis árangri fór Spieth í 36. sæti heimslistans.

Spieth átti glæsilokahring á  2. móti FedExCup þ.e. Deutsche Bank Championship og lauk keppni T-4, sem skilaði honum í 28. sæti heimslistans.  Það var í kjölfar þess, sem fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Forsetabikarnum valdi Spieth í lið sitt.

Heimild: Wikipedia