Hver er kylfingurinn: Larry Nelson?
Margir, allaveganna af yngri kynslóð kylfinga í dag, urðu hvumsa við þegar spurðist að Larry Nelson væri að sækjast eftir að verða fyrirliði í Ryder Cup liði Bandaríkjanna. Tom Watson er þó þekktur, því hann er ennþá að, karlinn, 63 ára – en minna hefir farið fyrir Larry Nelson. Vörpum aðeins ljósi á það hver Larry Nelson er:
Larry Gene Nelson fæddist 10. september 1947 í Fort Payne, Alabama og varð því 65 ára sl. september. Hann myndi því vera 67 ára hefði hann fengið að stýra liði Bandaríkjanna í Ryder Cup í Gleneagles 2014.
Larry á sama afmælisdag og annar snillingur golfíþróttarinnar, Arnold Palmer, en að vísu er Palmer 18 árum eldri. Larry Nelson hefir sigrað 40 sinnum á atvinnumannsferli sínum og þar af 10 sinnum á PGA Tour, en þrír af þessum sigrum Larry eru risamótssigrar; einu sinni sigraði Larry Opna bandaríska þ.e. 1983 og tvívegis vann hann PGA Championship, þ.e. 1981 og 1987.
Larry ólst upp í Acworth, Georgíu, norðvestur af Atlanta. Hann spilaði ekki golf sem krakki, sem er heldur óvenjulegt fyrir árangursríkan atvinnukylfing; í menntaskóla spilaði hann aðallega körfubolta og hafnarbolta. Larry byrjaði ekki í golfi fyrr en 21 árs eftir að hann sneri aftur úr Víetnam stríðinu (hann var kallaður í herinn 20 ára og nýkvæntur).
Larry lærði fyrst að spila golf af Ken Hummel, sem var hermaður og vinur hans í hernum og Nelson las gaumgæfilega bók Ben Hogan: „The Five Fundamentals of Golf“ þegar hann var að læra golf. Hann fljótt út að hann hafði hæfileika til að spila golf því í fyrsta sinn sem hann spilaði heilan hring breakaði hann 100 og eftir 9 mánuði var hann farinn að spila hringi reglulega á 70.
Larry útskrifaðist frá Kennesaw Junior háskólanum 1970 og gerðist atvinnumaður árið eftir. Hann var kominn á PGA Tour 27 ára. Hann blómstraði árið 1979 þegar hann vann tvisvar og varð í 2. sæti á peningalistanum á eftir Tom Watson. Hann og Tom Watson hafa því verið keppinautar alla ævi og sárt fyrir Larry að sjá Watson verða valinn fyrirliði bandaríska Ryder Cup liðsins í annað skipti þegar hann hefir ekki fengið að spreyta sig.
Larry Nelson vann eins og áður segir 10 sinnum á PGA Tou og þrisvar sinnum vann hann á risamótum. Fyrsti risamótssigurinn kom árið 1981 þegar hann vann PGA Championship og átti 4 högg á þann sem næstur kom. Árið 1983 vann hann Opna bandaríska í Oakmont, en var 7 höggum á eftir forystunni þegar mótið var hálfnað og hann átti 1 högg á Tom Watson.
Larry Nelson setti met á síðari 36 holunum á erfiðum Oakmont vellinum og sló við 51 árs gömlu eldra meti Gene Sarazen. Það á enn eftir að jafna 10 undir pari, 132 högga met Larry.
Árið 1987 var hann jafn Lanny Wadkins eftir 72 spilaðar holur á PGA Championship risamótinu og vann titilinn í því móti eftir 1. spiluðu holu í bráðabana.
Larry Nelson lék með liði Bandaríkjanna á Ryder Cup á árunum 1979, 1981 og 1987. Árangur hans 9-3-1 er einn sá besti frá því að mótið varð einvígi milli Bandaríkjanna og Evrópu 1979; Árangurinn var fullkominn eftir fyrstu tvö mótin 9-0-0, en í 3. og síðasta móti sínu náði hann aðeins að halda jöfnu 3 sinnum og tapaði eina leik sínum.
Larry hefir líka sigrað í 4 mótum á hinni mjög svo erfiðu PGA mótaröð í Japan.
Frá því að Larry Nelson varð 50 ára, árið 1997 hefir hann átt farsælan Champions Tour feril þ.e. farsælan feril á Öldungamótaröðinni bandarísku, jafnvel þótt honum hafi aldrei tekist að sigra á risamótum öldunga. Hann var valinn í Frægðarhöll kylfinga í apríl 2006 og vígður inn í hana í október 2006.
Árið 2011 hlaut Larrythe PGA Distinguished Service Award frá the PGA of America. Þessi viðurkenning er veitt til að „virða framúrskarandi einstaklinga, sem hafa sýnt af sér stjórnunarhæfileika og mannlega hæfileika, þ.á.m. heilindi, íþróttamennsku og ákafa fyrir golfleiknum.“ golf“.
Larry Nelson hefir líka verið virkur í golfvallarhönnun.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024