Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Lee Westwood? (1/4)

Lee John Westwood OBE varð 41 árs í s.l. mánuði og sigraði á Maybank Malaysian Open nú 20. apríl s.l. Í þessum mánuði (2/5 2014) komst hann síðan ekki einu sinni í gegnum niðurskurð á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow í Norður-Karólínu.  Sem stendur er Lee ekki einu sinni meðal topp-10 kylfinga á heimslistanum, en hann vermir 30. sætið á heimslistanum, sem stendur.

Á þessum tímamótum í lífi Westwood, sem oft er nefndur Westy er ætlunin hér á Golf1.is að birta grein um hann í greinaflokknum: Hver er kylfingurinn?

Ungur Lee Westwood

Ungur Lee Westwood

Hér birtist sem sagt 1. hlutinn í 4 greina greinaröð um Lee Westwood:

Lee Westwood er fæddur í Worksop, Nottinghamshire, 24. april 1973. Westwood er einkum þekktur fyrir stöðugleika sinn og er einn af fáum kylfingum sem sigrað hefir í mótum í öllum heimsálflum og í mótum bæði á Evrópumótaröðinni og bandaríska PGA Tour.  Westwood var valinn leikmaður ársins 1998 og árin 2000 og 2009.  Hann hefir verið efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar og 2009 Race to Dubai.  Westwood er oft nefndur besti kylfingurinn, sem ekki hefir sigrað í risamóti og spennandi að sjá hvort hann bætir úr nú í ár? Fátt virðist benda til þess sem stendur, en það gæti breyst.

Lee Westwood hefir verið í liði Evrópu í síðustu 8 Ryder bikar keppnum, en nú lítur svo út í ár að hann verði ekki með í liðinu, enda margir ungir og upprennandi sem tryggt hafa sér sæti í liðnu og óvíst hvort Lee verður eitt af villtu kortum fyrirliða liðs Evrópu, Paul McGinley.

Í október 2010 varð Lee Westwood nr. 1 á heimslistanum og batt þar með enda á sleitulitla setu Tiger Woods þar.  Auk þess varð Westwood fyrsti breski kylfingurinn til þess að vera nr. 1 frá því að Nick Faldo var það árið 1994. Westwood var í 1. sæti heimslistans í samtals 22 vikur.

Ungur Lee Westwood

Ungur Lee Westwood

Fyrstu árin í golfinu
Lee Westwood byrjaði að spila golf 13 ára með hálfu setti sem afi og amma hans gáfu honum. Pabbi hans, John, var stærðfræðikennari og byrjaði í golfi á sama tíma og Lee til þess að hvetja hann áfram. Lee var mjög hæfileikaríkur íþróttamaður í skóla á fyrstu árum sínum og var jafnhliða golfi í rugby, cricket og fótbolta.

Westwood byrjaði miklu seinna í golfi en margir aðrir félagar hans á túrnum, en innan við tveimur árum eftir að hann byrjaði var hann orðinn unglingameistari Nottinghamshire. Árið 1990 vann Westwood fyrsta áhugamannamótið sitt, the Peter McEvoy Trophy. Árið 1993, þá 20 ára vann hann  the British Youth Championship og sama ár gerðist hann atvinnumaður í golfi.