Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 3. grein af 8.

Áhugamannsferill Rory McIlroy

Rory var aðeins 15 ára í sigurliði Evrópu á Junior Ryder Cup, árið 2004, þegar mótið var haldið í Ohio, Bandaríkjunum. Árið 2005 varð hann sá yngsti til þess að sigra bæði West of Ireland Championship og the Irish Close Championship. Hann varði titil sinn í  West of Ireland Championship árið 2006 og fylgdi því eftir með sigri á Irish Close Championship.  Í ágúst 2006 vann hann áhugamannamót Evrópu (ens. European Amateur) í Biella Golf Club, nálægt Mílanó á Ítalíu, með samtals skor upp á 274.

Rory McIlroy, 9 ára, sagði fréttamanni BBC að hann hefði í hyggju að sigra öll risamótin í framtíðinni. Það er eitt á næsta leiti skyldi nr. 1 takast að sigra í þetta sinn?

Í júlí 2005, þá 16 ára setti Rory vallarmet upp á 61 högg á Dunluce linksara Royal Portrush Golf Club. Í okótber var Rory fulltrúi Írlands í Eisenhower Trophy, sem er heimsmeistaraliðakeppni áhugamanna. Þann 6. febrúar 2007 varð hann í 1. sæti á heimslista áhugamanna þó hann hafi aðeins setið þar í 1 viku.

Um haustið 2004 skrifaði Rory undir samning um að spila í bandaríska háskólagolfinu í East Tennessee State University en eftir sigra sína 2005 ákvað hann að þiggja ekki háskólastyrkinn og spila þess í stað sem áhugamaður í Evrópu.

Rory spilaði 1. hring á Opna breska 2007 á -3 undir pari, 68 höggum en mótið fór fram á Carnoustie og var fyrsta risamótið sem hann tók þátt í. Hann var á heildarskori upp á +5 yfir pari og var bestur áhugamanna og hlaut þ.a.l. silfurmedalíuna eftirsóttu.

Rory var hluti af liði Bretlands&Írlands í Walker Cup árið 2007, þegar mótið fór fram í Royal County Down Golf Club. Á fyrsta degi var hann paraður með Jonathan Caldwell í fjórmenningi um morguninn og varð jafnt með liðunum. Eftir hádegið mætti hann Bandaríkjamanninum Billy Horscheln í tvímenningi en Horschel vann 1&0. (Innskot: Sjá kynningu Golf 1 á Billy Horschel HÉR:) Á 2. degi töpuðu þeir McIlroy og Caldwell í fjórmenningi 2 & 1. Eftir hádegið mætti McIlroy ,Horschel aftur í tvímenningi og í þetta sinn vann Rory 1&0. Heildar árangur Rory í mótinu var því (1–2–1) í Sigur-Tap-Jafnt „format“-i. Bandaríkjamenn unnu Walker Cup 12½ – 11½.

Rory spilaði í fyrsta sinn á Evrópumótaröðinni nokkrum dögum eftir að hann varð 16 ára þegar hann spilaði á British Masters árið 2005. Hann komst í gegnum niðurskurð í fyrsta sinn 17 ára á Dubai Desert Classic, 2007, þar sem hann varð af  €7,600 vinningstékka vegna þess að hann var enn áhugamaður.

Heimild: Wikipedia