Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 5. grein af 8.
Atvinnumaðurinn Rory
Hér í síðustu 4 greinunum um Rory verður farið í það helsta sem upp úr stendur á ferli Rory McIlroy, nr. 1 í heiminum, sem atvinnumanns:
2007
Rory McIlroy varð atvinnumaður 17 ára, nánar tiltekið 19. september 2007, sem var daginn fyrir Quinn Direct British Masters. Hann skrifaði undir samning við ISM fyrirtæki Chubby Chandler. Á Quinn Direct British Masters var Rory á heildarskori upp á 290 högg (+2) og varð T-42. Hann varð í 3. sæti á Alfred Dunhill Links Championship í október. Hann varð sá yngsti í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að hljóta kortið sitt, sem svonefndur „associate member.“ Í næstu viku tryggði hann kortið sitt fyrir 2008 með T-4 árangri í Open de Madrid Valle Romano mótinu. Árið 2007 vann Rory sér inn €277,255 og varð nr. 95. á Order of Merit listanum, efstur af þeim sem voru „associate member.“
2008
Áður en keppnistímabilið hófst bauð Tiger, Rory að spila á Target World Challenge í desember 2007. Rory þáði ekki boðið því hann tók það fram yfir að spila á European Open.
Rory hóf keppnistímabilið á Evróputúrnum 2008 með þátttöku í UBS Hong Kong Open. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaðist við -1 undir pari. hann varð T-15 á MasterCard Masters í Ástralíu. Rory komst á topp-200 heimslistans í fyrsta sinn 27. janúar 2008. Þann 7. september 2008 var hann 4 högg í forystu fyrir lokahring Omega European Masters í Crans-sur-Sierre í Sviss en lauk keppni T-1 ásamt Frakkanum Jean-Francois Lucquin eftir umspil. Í lok árs 2008 var Rory í 36. sæti á Order of Merit á Evróputúrnum.
2009
Eftir að landa 2. sætinu á UBS Hong Kong Open í nóvember 2008 náði Rory hæsta sæti sínu á heimslistanum til þessa þ.e. var í 50. sæti heimslistans. Hann lauk keppni árið 2008 í 38. sæti heimslistans eftir að verða í 3. sæti á South African Open. Þetta varð til þess að hann fékk boð á Masters mótið 2009. Fyrsti sigur Rory sem atvinnumanns vannst þegar hann var 19 ára, en það var á Dubai Desert Classic, 1. febrúar 2009 og með þessum árangri fór hann í 16. sæti heimslistans.
Á Accenture heimsmótinu í holukeppni 2009 komst Rory í fjórðungsúrslit. Á fyrsta hring sigraði hann Louis Oosthuizen 2 & 1, og í 2. umferð vann hann núverandi heimsmeistara í holukeppni, Hunter Mahan, 1&0 og í 3. umferð Tim Clark 4&3. Hann tapaði fyrir Geoff Ogilvy í fjórðungsúrslitunum 2&1, en Geoff sem vann síðan mótið. Rory spilaði á PGA Tour þar til í maí. Hann varð í 13. sæti á Honda Classic, varð T-20 á WGC-CA Championship og T-19 á Shell Houston Open.
Í apríl 2009 spilaði Rory á The Masters í fyrsta risamóti sínu sem atvinnumaður og á fyrsta Masters móti sínu. Hann lauk keppni T-20, samtals -2 undir pari. Af þeim sem komust í gegnum niðurskurð varð Rory í 3. sæti yfir þá sem voru með mestu meðaldrævlengd, aðeins Dustin Johnson og Andrés Romero voru með lengri dræv. Rory spilaði á 2 mótum í viðbót á PGA Tour eftir Masters þ.á.m. í fyrsta sinn á The Players Championship, þar sem hann náði ekki niðurskurði.
Rory sneri síðan til Evrópu to var tvisvar á topp-25 sem varð til þess að hann spilaði á Opna bandaríska. Hann varð í 5. sæti á BMW PGA Championship og í 12. sæti á European Open. Rory spilaði á 2. risamóti sínu á Opna bandaríska 2009. Það var lokahringur hans upp á 68 högg, -2 undir pari, sem varð til þess að hann varð meðal 10 efstu í mótinu T-10. Í næstu viku varð Rory í 15. sæti á BMW International Open. Síðan spilaði Rory á fyrsta Opna breska mótinu sínu í júlí og varð T-47. Eftir það varð hann T-3 í PGA Championship.
Árið 2009 var Rory í 2. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar, Race to Dubai á eftir Lee Westwood og í nóvember komst hann á topp-10 á heimslistanum í fyrsta sinn. Keppnistímabilinu 2009 lauk Rory í 9. sæti heimslistans. Í nóvember 2009 tilkynnti að hann myndi spila á bandaríska PGA á 2010 keppnistímabilinu
Rory þáði boð Gary Player um að spila í Nedbank Golf Challenge 2009 í Gary Player Country Club í Sun City, í Suður-Afríku en varð að draga sig úr mótinu vegna veikinda.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024