Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 4. grein af 8.
Tækni Rory og golfkennarar
McIlroy notar það sem enskir nefna interlocking grip (sjá mynd) í öllum höggum sínum, en þetta fremur óhefðbundna grip er einnig notað af Tiger Woods. Eins hafa frábærir kylfingar á borð við Jack Nicklaus, Tom Kite, John Daly, Gene Sarazen, Frances Quimet og Willie Anderson notað gripið.
Darren Clarke, landi Rory og Masters sigurvegari 2011 hitti Rory þegar Rory var 12 ára og hefir verið einskonar lærifaðir hans frá þeim tíma. Nick Faldo sexfaldur risamóts sigurvegari sá fljótt hæfileika Rory og Rory fékk að taka þátt í Faldo Series allt frá unga aldri. Graeme McDowell norður-írski Ryder Cup liðsmaðurinn og sigurvegari á Opna bandaríska 2010, sem er 10 árum eldri en Rory hefir hjálpað Rory og aðstoðað hann frá unga aldri. Þeir tveir eru mestu mátar.
McIlroy fékk nú nýlega aðstoð við púttin sín hjá Dave Stockton, fyrrum PGA Tour stjörnunni (sjá kynningu Golf 1 á Stockton HÉR:) Stockton er þekktur púttsérfræðingur og er með marga PGA kylfinga í þjálfun hjá sér, en eins hefir hann skrifað nokkrar púttbækur.
Jack Nicklaus hitti Rory þegar Rory spilaði á US Tour 2009 og bauð honum á Memorial mót sitt, sem er eitt af mest virtu mótum á PGA Tour. Rory og Jack Nicklaus reyna að borða saman hvenær sem þeir hafa tækifæri til, en það var einmitt Jack sem huggaði Rory eftir að spil þess síðarnefnda hrundi á Masters 2011 og gaf honum nokkur föðurleg ráð. Nicklaus hefir hlaðið lofi á Rory og telur að hann eigi mjög bjarta framtíð í golfinu fyrir sér.
Umboðsmaður Rory var Bretinn Andrew „Chubby“ Chandler, fyrrum kylfingur á Evróputúrnum, sem stofnaði ISM (Internatioanl Sports Management). Upp úr samstarfinu slitnaði í október 2011 og nú er umboðsskrifstofa McIlroy Horizon Sports Management, sem er með höfuðstöðvar í Dublin.
Einkalíf Rory
Rory telur sig bæði breskan og írskan og er með breskt vegabréf. Þegar hann er á Norður-Írlandi býr hann í 2,2 milljón punda heimili sínu í Carryduff, County Down, sem er í 20 mínútna fjarlægð frá Belfast. Á landareigninni er m.a. fullkomið golfæfingarsvæði.
Rory er sendiherra Írlands fyrir UNICEF og heimsótti hamfararsvæðið í Haiti á vegum UNICEF, í júní 2011.
Frændi Rory, Joe McIlroy var myrtur af Ulster Vounteer Force á heimili sínu í Belfast í nóvember 1972.
Rory fékk MBE (er svonefndur Member of the Order of the British Empire) úr hendi Elísabetar Bretadrottningar, 2012.
Loks verður ekki skrifuð grein án þess að minnast á fyrrverandi kærestu Rory, Holly Sweeney. Hún er fyrsta kæresta Rory og voru þau saman frá unga aldri. Holly var mjög í sárum þegar upp úr sambandi hennar og Rory slitnaði (Sjá grein Golf 1 þar um HÉR:)
Núverandi kæresta Rory er nr. 4 í heimi tenniskvenna, hin danska Caroline Wozniacki og birtast stöðugt fréttir af turtildúfunum sætu, en það nýjasta er frá því í gær þegar Rory var að horfa á sýningarleik Caroline og Mariu Sharapovu og fékk að spila tennis við Maríu og vann stig af henni! Sjá Rory spila tennis í Madison Square Garden við Maríu Sharapovu HÉR:
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024